Hellismenn sigruðu í skemmtilegri viðureign við Vinaskákfélagið

Æsispennandi viðureignir framundan í 8 liða úrslitum. 

104_0116

Hellismenn báru sigurorð af liðsmönnum Vinaskákfélagsins í Hraðskákkeppni taflfélaga í bráðskemmtilegri viðureign sem fram fór á heimavelli Hellis á þriðjudagskvöldið. Hjörvar Steinn Grétarsson leiddi sveit Hellis, sem skartaði alls fjórum landsliðsmönnum.

104_0103

Hellir byrjaði með látum og sigraði í fyrstu umferð með 4,5 vinningi gegn 1,5 en Vinaskákfélagið beit hressilega frá sér í næstu umferðum. Róbert Lagerman forseti félagsins fór fyrir sínum mönnum og sigraði í skák eftir skák. Fleiri sýndu góða takta, en Hellismenn sigu jafnt og þétt fram úr og leiddu í hálfleik með 21,5 vinningi gegn 14,5.

Seinni hálfleikur þróaðist með svipuðum hætti og þegar upp var staðið höfðu Hellismenn sigur með  43,5 vinningi gegn 28,5.

104_0104

Hjörvar Steinn sýndi afhverju hann er efnilegasti skákmaður Íslands og hlaut 9 vinninga af 9 mögulegum. Kempan Bragi Halldórsson fékk 8 af 12, Gunnar Björnsson 7 af 12, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 5 af 10, og þær Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Elsa María Kristínardóttir fengu báðar 6 vinninga af 12. Hinn ungi og vaski Felix Steinþórsson fékk 1,5 vinning af 3 og Vigfús Vigfússon formaður Hellis 1 af 2.

104_0109

Róbert fór mikinn og rakaði saman 9,5 vinningi í 11 skákum, Sævar Bjarnason fékk 4 af 10, Ingi Tandri Traustason 5,5 af 11, Arnljótur Sigurðsson 4 af 8, Hrannar Jónsson 2,5 af 11, Aron Ingi Óskarsson 1,5 af 8, Hrafn Jökulsson 1 af 2 og Hörður Jónasson 0,5 af 1, en þeir Jorge Fonseca og Hjálmar Sigurvaldason komust ekki á blað að þessu sinni. 

104_0127

Viðureignin var í alla staði hin skemmtilegasta og öllum til sóma. Í leikslok tók Róbert að sér að draga í 8 liða úrslit keppninnar, og ljóst að spennandi viðureignir eru framundan:

 

 

Hellir -- Goðinn-Mátar

Skákfélag Íslands -- Víkingaklúbburinn

Skákfélag Akureyrar -- Briddsfjelagið

Bolungavík -- Taflfélag Vestmannaeyja 

Myndaalbúm (HJ) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband