Birgir Logi sigraði á Huginsæfingu

20171211_185145Birgir Logi Steinþórsson sigraði með fullu húsi á æfingu sem haldin var þann 11. desember sl. Birgir Logi fékk 5v í jafn mörgum skákum og svei mér þá ef þett er ekki bara í fyrsta sinn sem Birgir Logi vinnu þessar æfingar. Engu dæmi þurfti að skila á þessari æfingu en í staðinn skoðuðu þátttakendur saman tvö dæmi um leppanir. Í öðru sæti var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 4v. Síðan komu þrír keppendur með 3v en það voru Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson og Árni Benediktsson. Þarna var Rayan fremstur á stigum og hlaut þriðja sætið. 

 

20171211_185036Veitt voru sérstök stúlknaverðlaun á æfingunni og þar varð Bergþóra Helga Gunnarsdóttir fyrst, Wiktoria Momuntjuk önnur og Gabriella Veitonite þriðja.

Í æfingunni tóku þátt: Birgir Logi Steinþórsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Árni Benediktsson, Bergþóra Helga Gunnarsdótttir, Sigurður Sveinn Guðjónsson, Andri Sigurbjörnsson, Wiktoria Momuntjuk og Gabriella Weitonite.

Nú verður gert hlé á æfingunum fram yfir áramót. Næsta æfing verður á nýju ári mánudaginn 8. janúar 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.


Vignir Vatnar sigraði á hraðkvöldi

IMG_3110Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 4. desember sl. Vignir Vatnar fékk 6,5v af sjö mögulegum og það var Páll Andrason sem náði jafnteflinu í fimmtu  umferð. Annar var Örn Leó Jóhannsson með 6v og þriðji var Páll Andrason með 5v.

 

Það voru tólf með að þessu sinni þannig að líkurnar í happdrættinu voru minni en síðast. Að þessu sinn leitaði tölvan niður á við og valdi Pétur Jóhannesson. Eins og síðast fékk sigurvegarinn og sá heppni sinn hvorn miðann fyrir máltíð á Saffran. Næsta skákkvöld verður fyrsta mánudag á nýju ári og þá verður úrvalið vonandi meira.

 

 

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

1.  Vignir Vatnar Stefánsson, 6,5v/7

2.  Örn Leó Jóhannsson, 6v

3.  Páll Andrason, 5v

4.  Vigfús Ó. Vigfússon, 4,5v

5.  Gunnar Nikulásson, 4v

6.  Kristinn Jón Sævaldsson, 3v

7.  Kristján Halldórsson, 3v

8.  Hjálmar Siurvaldason, 3v

9.  Sigurður Freyr Jónatansson, 3v

10. Hörður Jónasson, 3v

11. Björgvin Kristbergsson, 2v

12. Pétur Jóhannesson, 1v


Batel vann eldri flokkinn og Árni yngri flokkinn á Huginsæfingu

20171204_190141Batel Goitom Haile sigraði örugglega í eldri flokki með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum á æfingu sem haldin var í Mjóddinni þann 4. desember sl. Annar var Rayan Sharifa með 4v. Síðan komu fjórir með 3v en það voru Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Ívar Örn Lúðvíksson, Einar Dagur Brynjarsson og Garðar Már Einarsson. Eftir stigaútreikning hlaut Óttar þriðja sætið, Ívar fjórða sætið, Einar Dagur fimmta sætið og Garðar það sjötta. Ekkert dæmi var lagt fyrir á þessari æfingu en þemaskák var í þremur umferðum í eldri flokki og tveimur í yngri flokki. Haldið var áfram með c3 afbrigðið í sikileyjarvörn þar sem svartur svarar með d5. Við erum komin í sjöunda kafla og farið að síga á seinni hlutann í þessu afbrigði.

 

20171204_185757Yngri flokkurinn vannst einnig með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum og það gerði Árni Benediktsson. Annar varð Sigurður Sveinn Guðjónsson með 4v. Tvö komu næst með 3v en það voru Kristófer Lúðvíksson og Wiktoria Momuntjuk. Kristófer var hlutskarpari á stigum og hlaut þriðja sætið en Wiktoria var fjórða.

Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Ívar Örn Lúðvíksson, Einar Dagur Brynjarsson, Garðar Már Einarsson, Frank Gerritsen, Viktor Már Guðmundsson, Andri Hrannar Elvarsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Jón Kristinn Stefánsson, Árni Benediktsson, Sigurður Sveinn Guðjónsson, Kristófer Stefánsson, Wiktoria Momuntjuk, Guðjón Ben Guðmundsson, Alfreð Dossing, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Andri Sigurbjörnsson, Stefán Páll Jenssen og Witbet Goitom Haile.

Næsta æfing verður mánudaginn 11. desember 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.


Rayan sigraði á Huginsæfingu

received_1804979922854238Rayan Sharifa sigraði með fullu húsi á æfingu sem haldin var þann 27. nóvember sl. Rayan fékk 5v í jafn mörgum skákum og leysti að auk dæmi æfingarinnar rétt og fékk því samtals 6v af sex mögulegum. Í öðru sæti var Batel Goitom Haile með 5v og eini vinningurinn sem hún missti niður var gegn Rayan. Síðan komu sex skákmenn jafnir með 4v en það voru Garðar Már Einarsson, Einar Dagur Brynjarsson, Árni Benediktsson, Viktor Már Guðmundsson, Guðjón Ben Guðmundsson og Sigurður Ríkharð Marteinsson. Hér var Garðar Már fremstur meðal jafningja á stigum og hlaut þriðja sætið.

Í æfingunni tóku þátt: Rayan Sharifa, Batel Goitom Haile, Garðar Már Einarsson, Einar Dagur Brynjarsson, Árni Benediktsson, Viktor Már Guðmundsson, Guðjón Ben Guðmundsson, Sigurður Ríkharð Marteinsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Wiktoria Momuntjuk, Wihbet Goitom Haile, Jón Kristinn, Elín Lára Jónsdóttir, Alfreð Dossing, Andri Sigurbjörnsson og Lemuel Haile.

Næsta æfing verður mánudaginn 11. desember 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.


Vigfús sigraði á hraðkvöldi 27. nóvember

Vigfús Ó. Vigfússon sigraði örugglegga á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 27. nóvember sl. Vigfús lagði alla andstæðinga sína að velli og fékk 6v í jafn mörgum skákum . Annar varð Pétur Pálmi Harðarson með 4v og þriðji Magnús Magnússon með 3v.

Tölvan leitaði ekki langt yfir smmt í happdrættinu og upp kom talan tveir þannig að Pétur Pálmi var dreginn. Aðeins eru eftir miðar frá Saffran, þannig að ekki var hægt að velja eins og oftast í vetur og vigfús og Pétur fengu sitt hvorn miðann fyrir máltíð á Saffran.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Vigfús Ó. Vigfússon, 6v/6
  2. Pétur Pálmi Harðarson, 4v
  3. Magnús Magnússon, 3v
  4. Sigurður Freyr Jónatansson, 2,5v
  5. Hörður Garðarsson, 2,5v
  6. Björgvin Kristbergsson, 2v
  7. Pétur Jóhannesson, 1v

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Des. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband