Goðinn-Mátar og Hellir sameinast

Stjórnir Skákfélagsins Goðans-Máta og Taflfélagsins Hellis hafa samþykkt að félögin snúi bökum saman og renni saman í eitt, með fyrirvara um samþykki félagsfunda. Hið sameinaða félag  nefnist GM-Hellir og verður starfrækt á tveimur svæðum, norðursvæði og suðursvæði. Á norðursvæði verða höfuðstöðvar GM Hellis í Þingeyjarsýslu og aðal stafsvettvangur Þingeyjarsýsla og nágrenni.  Á suðursvæði verða höfuðstöðvar félagsins í Reykjavík og aðal starfsvettvangur Reykjavík og nágrenni. Formaður félagsins verður Hermann Aðalsteinsson og varaformaður Vigfús Vigfússon.

 

Með þessum samruna verður til öflugt skákfélag sem mun vinna að enn frekari útbreiðslu skákiðkunar. Áhersla verður lögð á markvisst barna- og unglingastarf á skemmtilegum nótum ásamt því að móta öfluga umgjörð um skákiðkun fullorðinna, jafnt afreks- sem áhugamanna. Félagið mun leggja sig fram um að laða til leiks lítt virka skákunnendur af báðum kynjum og skapa þeim aðstöðu til að njóta þess að tefla saman í góðum hópi. Byggt verður á sáttmála félaganna um gagnkvæma virðingu, góðan starfsanda og vilja til að ná árangri.

 

Stjórnir félaganna hafa trú á því að sameiningin muni koma báðum skákfélögum og félagsmönnum þeirra til góða,  og að með þessu skapist tækifæri til að vinna sameiginlega að metnaðarfullum markmiðum  í þágu skáklistarinnar á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 83095

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband