Batel vann eldri flokkinn og Árni yngri flokkinn á Huginsæfingu

20171204_190141Batel Goitom Haile sigraði örugglega í eldri flokki með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum á æfingu sem haldin var í Mjóddinni þann 4. desember sl. Annar var Rayan Sharifa með 4v. Síðan komu fjórir með 3v en það voru Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Ívar Örn Lúðvíksson, Einar Dagur Brynjarsson og Garðar Már Einarsson. Eftir stigaútreikning hlaut Óttar þriðja sætið, Ívar fjórða sætið, Einar Dagur fimmta sætið og Garðar það sjötta. Ekkert dæmi var lagt fyrir á þessari æfingu en þemaskák var í þremur umferðum í eldri flokki og tveimur í yngri flokki. Haldið var áfram með c3 afbrigðið í sikileyjarvörn þar sem svartur svarar með d5. Við erum komin í sjöunda kafla og farið að síga á seinni hlutann í þessu afbrigði.

 

20171204_185757Yngri flokkurinn vannst einnig með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum og það gerði Árni Benediktsson. Annar varð Sigurður Sveinn Guðjónsson með 4v. Tvö komu næst með 3v en það voru Kristófer Lúðvíksson og Wiktoria Momuntjuk. Kristófer var hlutskarpari á stigum og hlaut þriðja sætið en Wiktoria var fjórða.

Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Ívar Örn Lúðvíksson, Einar Dagur Brynjarsson, Garðar Már Einarsson, Frank Gerritsen, Viktor Már Guðmundsson, Andri Hrannar Elvarsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Jón Kristinn Stefánsson, Árni Benediktsson, Sigurður Sveinn Guðjónsson, Kristófer Stefánsson, Wiktoria Momuntjuk, Guðjón Ben Guðmundsson, Alfreð Dossing, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Andri Sigurbjörnsson, Stefán Páll Jenssen og Witbet Goitom Haile.

Næsta æfing verður mánudaginn 11. desember 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 83105

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband