Uppgjör mótsins - það fyrra

Bragi-IngvarGunnar Björnsson skrifar:

Bragi Þorfinnsson vann góðan sigur á Fiskmarkaðsmóti Hellis sem fram fór 20.-27. júní.  Bragi tefli afar vel á mótinu og átti t.d. tvo mjög góða sigra gegn Sarwat, hinum egypska, og Ingvari Þór Jóhannessyni, í lokaumferðinni þar sem fórnaði drottningunni.  Aðeins eitt tap gegn Omari Salama þar sem hann gleymdi sér og féll á tíma.  Flottur árangur!

Egyptinn Walaa Sarwat, sem mati eins "hornsérfræðings", var sterkasti  keppandinn á mótinu.  Hann mátti sætta sig við annað.  Seigur skákmaður.  Vann t.d. baráttusigur á Lenku og Hjörvari.

Þriðji varð Björn Þorfinnsson.  Oft hefur heppnisstimpill verið tengdur Birni en svo var ekki nú.  Hann var frekar óheppinn en hitt.  Engu að síður munaði aðeins punkti að áfangi næðist sem segir manni að það er bara formsatriði fyrir Bjössa að klára síðasta áfangann.   Skemmtilegustu skákarnar að vanda sérstaklega þó tapskákirnar tvær.

Í 4.-5. sæti urðu Ingvar Þór og Misiuga "okkar maður í TR", svo gripið sé í frasa af TR-síðunni.   Ingvar Þór byrjaði hörmulega en lukkudísarnar ákváðu fremur að vera honum innanhandar en Bjössa að þessu sinni og vann fjórar skákir í röð!  Ingvar mun án efa einnig klára síðasta áfangann á næstu misserum.  

Misiuga var öflugur og greinilegt að þessi stig segja ekki nema hálfu sögu um styrkleika hans.  Ákaflega viðkunnanlegur náungi.

Omar Salama, Hjörvar Steinn og Lenka urðu í 6.-8. sæti.  Hjörvar hækkar um 20 stig og Omar um 12.  Báðir ætla þeir í víking síðar í sumar.  Lenka byrjaði vel en endaði illa.  

Sævar varð níundi og var greinilega ekki í góðu skákformi að þessu sinni.   Fonseca varð að sætta sig við hálfan punkt enda bersýnilega langslakasti keppandinn.  Hann var þó bara þokkalega sáttur að leikslokum!

Ekki náðist því áfangi að þessu sinni.  Þeir sem stóðu að mótin, þ.e. Hellir og þá fyrst og fremst Björn Þorfinnsson, sem var prímusmótor þess settu sér markmið um að gera þetta sem auðveldast enda allir starfsmenn mótsins í vinnu með.  Það gekk upp og náðist afar góð og þægileg stemning á skákstað.   Ekki skemmdi það að keppendur og aðstandendur keppenda kepptust við að bjóða upp á ljúffengar veitingar!

Ég þakka öllum keppendum fyrir skemmtilegt mót.  Mikil barátta var á reitunum 64 reitum og má þar nefna að aðeins þrjú stutt jafntefli voru á mótin, eitt á milli hjóna, annað á milli bræðra og það þriðja "eðlilegt"!

Einnig að þakka öllum þeim sem sá sem að seðja munna keppenda og annarra.   Eyjólfur fær þakkir fyrir innslátt en enginn er sneggri að koma frá sér skákum en hann.   Skákskóli Íslands og Skáksamband Íslands fá þakkir fyrir lán á húsnæði en Hellisheimilið var ekki laust þar sem verið er að skipta um gólf.

Sérstakar þakkir fá þó Björn Þorfinnsson, fyrir góða framkvæmdastjórn, og Fiskmarkaður Íslands fyrir að styrkja á bakvið mótshaldið.

Nokkuð líklegt er að Hellir standi fyrir a.m.k. einu alþjóðlegu móti til viðbótar í ár.   En meira um það síðar!

Björn Þorfinnsson hefur svo boðað djúsí uppgjör um helgina! 

Gunnar Björnsson    

Mynd: Bragi Þorfinnsson og Ingvar Þór Jóhannesson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband