Hjörvar náði fram hefndum...

Ingvar Jóhannesson skrifar: Skák er ömurleg................................það er ekki hægt að hafa skákblogg án þess að færslan "Skák er ömurleg" komi fram á endanum. Ég á allavega erfitt með að hugsa annað og að mótívera mig þegar ég er nýbúinn að tapa einni mest svekkjandi skák á ævinni og er með 1 af 3 þegar ég á að hafa easy 2,5 af 3 og normasénsa. Ekki nóg með það heldur bíður illa mótíveruð rotta (slanguryrði fyrir unga og efnilega skákmenn) tilbúinn með morkinn 1.c4 klukkan ellefu um morguninn. Auk þess var ég búinn að salta hann svo mikið í Ungverjalandsferðinni að hann gat ekki beðið eftir að koma fram hefndum fyrir þetta: http://x-bitinn.blog.is/blog/x-bitinn/entry/240349/ (sjá myndband neðst eða öllu heldur hljóð úr myndbandi).

HjörvarÉg semsagt tapaði fyrir Hjörvari. Hafði ekki orku né vilja í að undirbúa mig og lét trikka mig á sama hátt og á móti McNab í að tefla Kóngsindverja í stað Grunfeld. Sama skítastaða kom upp sem ég held að hangi þó á svart. Allavega tókst mér að vinna McNab í þessu. Hjörvar breytti aðeins útaf en ekki veit ég hvort hann undirbjó sig með þessa skák í huga. Barnið lék svo af sér skiptamun en hafði vel valdaðan frelsingja og ég átti erfitt með að virkja kallana mína. Fór svo illa með tímann (auk þess að mæta of seint útaf FKN flutningabíl sem lagði beint fyrir aftan mig á stæðinu heima) og lét að lokum svíða mig.

Hjónin sömdu víst stutt og það áður en ég kom. Bragi vann Fonseca og virðist í feiknaformi. Einhver blaðurskjóðan móðgaði góðvin minn Braga með því að kalla Egyptann "líklegast sterkasta mann mótsins" en ég held að Bragi hafi algjörlega afsannað það með því að gjörsamlega steikja hann í gær og halda svo dampi í dag. Bragi er því efstur ásamt Lenku og sé ég ekki hvert ætti að vinna hann í þessu móti.

Misiuga vann Sævar en ég sá lítið úr þeirri skák. Kannski af því að ég er skák-þunglyndur og skítsama? Kannski líka af því að það er beinlínis vont að horfa á þann sem að grísaði svo harkalega á þig fyrir ekkert alltof mörgum klukkutímum. Ég er svo sár eftir þetta tap að ég átti erfitt með að mæta í morgun. Það sem gerði þetta sárara var ákveðið disrespect sem ég ætla bara að létta af mér. Misiuga virðist ágætis náungi og meinti örugglega ekkert illt en það fór engu að síður mikið í taugarnar á mér að a) Alltaf þegar hann drap kalla þá stillti hann þeim upp mín megin við klukkuna. Það er óskrifuð regla að menn hafa sitt personal space og báðir hafa 50% pláss á borðinu. Því finnst mér það einstaklega pirrandi að ætla sér að hafa einhvern vígvöll mín megin við klukkuna þar sem ég á að ýta á hana. Ég ákvað að vera ekkert að gera mál úr þessu en svona litlir hlutir fara í taugarnar á mér. b) var svo þegar hann var að klára að grísa herfilega eftir að hafa verið með tapað boðið svo jafntefli og loks grísað.  Þá lék Pólverjinn Df2+ og svaraði Kh1 STRAX með Rh5 án þess að skrifa niður. Þetta er algjörlega bannað því það má ekki leika tveim leikjum án þess að skrifa. Fyrir mér er þetta prinsipp mál hvort sem þetta eru fyrstu tveir eða síðustu tveir leikirnir í skákinni. Það sem fór samt mest í taugarnar á mér var þegar hann lék Rh5 sem ljóst var að var vinningsleikurinn og ég átti innan við mínútu eftir að þá stendur hann upp og fer fram. Það er náttúrulega lágmark að vera við borðið þegar ljóst er að ég get a) látið mig falla b) gefist upp. Þetta er kannski óttalegt væl í mér en so be it. Langaði bara að létta þessu af mér.

Bjössi var svo að klára sína skák við Sarwat Walaa og virtist vera að taka bjútífúl svíðing með góðan riddara vs vondan biskup en klúðraði hrikalega í úrvinnslunni og missti þetta niður í jafntefli.

Lenka og Bragi eru því efst með 3,5 af 4 og tjahhh eigum við ekki bara að segja aðrir minna?

 


Hjónajafntefli á Fiskmarkaðsmótinu

Lenka-OmarHjónin Lenka Ptácníková og Omar Salama gerðu stutt jafntefli í 4. umferð Fiskmarkaðsmóts Hellis, sem fram fór í morgun.   Lenka er því sem fyrr efst en Bragi Þorfinnsson getur náð henni að vinningum leggi hann Spánverjann Fonseca að velli.

Fjórða umferð hófst kl. 11 í morgun og áhorfendur velkomnir.  Ekkert betra en að horfa á skákmót í svona veðri.................útiveður hvaðCool

Fimmta umferð hefst kl. 17 í dag.    


Skákir þriðju umferðar

Eyjólfur-Björn ÍvarSkákir þriðju umferðar eru nú komnar í hús en Eyjólfur Ármannsson er snöggur að vanda í innslættinum.  

Mynd: Eyjólfur Ármannsson að spjalli við Björn Ívar Karlsson, sem nýgenginn er úr Taflfélagi Vestmanneyja.    

 


Lenka efst með fullt hús eftir sigur á Hjörvari

Hjörvar-LenkaGunnar Björnsson skrifar: 

Lenka Ptácníková (2290) sigraði Hjörvar Stein Grétarsson (2156) í þriðju umferð Fiskmarkaðsmótsins, sem fram fór í kvöld í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12, og leiðir með fullu húsi og virðist til alls líkleg á mótinu.  Bragi Þorfinnsson (2384), virðist einnig vera í hörkuformi, og vann öruggan sigur á stigahæsta keppendanum, Egyptanum Walaa Sarwat (2397), og er annar með 2,5 vinning.  Sarwat er þriðji með 2 vinninga.

Björn Þorfinnsson (2348) sigraði Omar Salama (2194) þar sem hann síðarnefndi krafðist jafntefli.  Eftir rannsókn skákstjórans, Andra Grétarssonar, kom í ljós að sú krafa var ekki á rökum reist þar sem Björn hafði drepið peð þegar þeir voru að endurtaka leiki og návkæmlega sama staðan hafði því ekki komið upp þrisvar sinnum.   Nokkrum leikjum síðar mátti Omar gefast upp.

Pólverjinn Misiuga (2153) veiddi Ingvar Þór Jóhannesson (2299) í lymskulega mátgildru og hafði sigur.  Sævar Bjarnason (2262) hafði vænlega stöðu gegn  Fonseca (2085), en Spánverjinn, sem starfar hjá Kaupþingi tímabundið, var seigur og hélt jafntefli.

Björn Þorfinnsson á örugglega eftir að gera betri grein fyrir umferðinni síðar í kvöld.

Fjórða umferð fer fram á morgun og hefst kl. 11.  Þá mætast m.a. hjónin Omar og Lenka.  Verður eiginmaðurinn fyrsti maðurinn til stöðva sigurgöngu Lenku?  Þá mætast einnig m.a. Björn-Sarwat og Hjörvar-Ingvar Þór.  

Stóra spurning morgundagsins er hins vegar.  Bakar Bjössi vöfflur fyrir umferðina?      


Þorfinnsbræður - Egyptar 2-0

Bragi-SarwatGunnar Björnsson skrifar:

Egyptarnir Sarwat Walaa og Omar Salama sóttu ekki gull í greipar Þorfinnsbræðra. þeirra Björns og Braga, í 3. umferð Fiskmarkaðsmótsins, sem fram fór í kvöld, og máttu báðir lúta í gras.   Lenka Ptácníková er hins vegar óstöðvandi og lagði Hjörvar Stein og leiðir nú með fullu húsi!  Enn er tveimur skákum ólokið í umferðinni.

Á morgun verða tefldar tvær umferðir og byrjar sú fyrri kl. 11 og sú síðari kl. 17.   

 

 


Djöfullinn, ég sem var að borða hamborgara!

Gunnar Björnsson skrifar:  Svo sagði einn áhorfenda á þriðju umferð Fiskmarkaðsmóts Hellis, sem hófst í kvöld, þegar hann sá veitingarnar sem Grétar, faðir Hjörvars, hafði keypt en þau hjónin hafa sett ný viðmið varðandi veitingar á skákmótum og þarf...

Ber er hver að baki...

Björn Þorfinnsson skrifar: Þá er 2.umferð Fiskmarkaðsmótsins lokið eftir harða baráttu. Umferðin hófst mjög skemmtilega því Hjördís móðir Hjörvars mætti á skákstað með eina rosalegustu súkkulaðiköku sem undirritaður hefur séð lengi. Svokölluð "fitubomba"...

Skákir 2. umferðar

Skákir 2. umferðar eru nú aðgengilegar!  Eyjólfur Ármannsson fær sérstakar þakkir fyrir að vera snar í snúningi á innslættinum! 

Lenka efst!

Lenka Ptácníkvová (2290) og egyski stórmeistarinn Walaa Sarwat (2397) eru efst með tvo vinninga, að lokinni annarri umferð Fiskmarkaðsmóts Hellis, sem fram fór í kvöld í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.  Lenka sigraði Pólverjann Andrezej Miziuga...

Skákir fyrstu umferðar

Skákir fyrstu umferðar eru nú aðgengilegar hér á vefnum.  Það er Eyjólfur Ármannsson, sem sér um innsláttur, eins og hefðbundið er á Hellismótum.   Mynd: Ingvar Þór Jóhannesson og Egyptinn Walaa Sarwat.     

« Fyrri síða | Næsta síða »

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 83801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Júní 2007
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband