Hellismenn í beinni á EM

Viðureign Taflfélagsins Hellis og rússnesku ofursveitarinnar Tomsk-400 verður sýnd beint frá Rogaska Slatina þar sem EM taflfélaga er í gangi.  Viðureignin hefst kl. 13 að íslenskum tíma.  Á fyrsta borði mætast Ponomariov (2758) og Hannes Hlífar Stefánsson (2562).  Bolvíkingar mæta sterkri hvít-rússneskri sveit.   Hægt er að nálgast beina útsendingu hér (stilla á borð 37-42).

Pörun 2. umferðar:

2.7Tomsk-400-Hellir Chess Club
1Ponomariov Ruslan2758:Stefansson Hannes2562
2Motylev Alexander2690:Thorfinnsson Bjorn2412
3Areshchenko Alexander2672:Gretarsson Hjorvar Steinn2442
4Bologan Viktor2657:Bjornsson Sigurbjorn2349
5Kurnosov Igor2648:Lagerman Robert2325
6Khismatullin Denis2635:Kristinsson Bjarni Jens2033


Hellir vann 4,5-1,5 og mætir sterkri sveit Tomsk í 2. umferð

Hellismenn unnu 4,5-1,5 sigur á Albönsku sveitinni Veleciku í 1. umferð EM landsliða sem hófst í dag í Rogaska Slatina í Slóveníu.   Hjá Helli unnu Hjörvar Steinn Grétarsson, Sigurbjörn Björnsson, Róbert Lagerman og Bjarni Jens Kristinsson (hinir tveir síðarnefndu í ótefldum skákum), Björn Þorfinnsson gerði jafntefli en Hannes Hlífar Stefánsson tapaði.  Hellismenn mæta ofursveit Tomsk á morgun, þar sem  Ruslan Ponomariov teflir á fyrsta borði.

Úrslit 1. umferðar:

1.29Veleciku1½ - 4½Hellir Chess Club
1Shabanaj Saimir21201 : 0Stefansson Hannes2562
2Paci Aleksander2150½:½Thorfinnsson Bjorn2412
3Guxho Clirim20440 : 1Gretarsson Hjorvar Steinn2442
4Zekaj Dritan20680 : 1Bjornsson Sigurbjorn2349
5Salihaj Ferit0- : +Lagerman Robert2325
6Duli Mehdi0- : +Kristinsson Bjarni Jens2033

 


2. umferð:

Andstæðingar Hellis (Tomsk frá Rússlandi):

1GMPonomariov Ruslan2758UKR
2GMMotylev Alexander2690RUS
3GMInarkiev Ernesto2692RUS
4GMAreshchenko Alexander2672UKR
5GMBologan Viktor2657MDA
6GMKurnosov Igor2648RUS
 GMKhismatullin Denis2635RUS


Hraðkvöld hjá Helli mánudaginn 26. september

Taflfélagið Hellir heldur hraðkvöld mánudaginn 26. september nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fær pizzu hjá Dominos Pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Hellir og TB mæta lakari liðum í 1. umferð

EM taflfélaga hefst í dag í Rogaska Slatina í Slóveníu.  Þar taka þátt Taflfélagið Hellir og Taflfélag Bolungarvíkur.  Nú liggur fyrir pörun í fyrstu umferð og tefla sveitirnar báðar við töluvert lakari sveitir.  Bolvíkingar tefla við tyrkneska sveit en Hellismenn við albanska sveita.   62 sveitir taka þátt. Það leit lengi út fyrir sveit Hellis fengi eina af sterkustu sveitunum en á nokkrar af sveitunum fyrir ofan duttu út á síðustu stundu og svo áttu sumir liðsmanna Hellis inni stigahækkanir frá því sveitin var skráð til leiks. 

Sveit Taflfélagsins Hellis (meðalstig 2354 - nr. 29):

1GMStefansson Hannes2562ISL
2IMThorfinnsson Bjorn2412ISL
3FMGretarsson Hjorvar Steinn2442ISL
4FMBjornsson Sigurbjorn2349ISL
5FMLagerman Robert2325ISL
6 Kristinsson Bjarni Jens2033ISL

Andstæðingar Hellis í fyrstu umferð (meðalstig 1797):

1 Shabanaj Saimir2120ALB
2CMPaci Aleksander2150ALB
3 Guxho Clirim2044ALB
4 Zekaj Dritan2068ALB
5 Salihaj Ferit0ALB
6 Duli Mehdi0ALB
  Shyqyri Eokaj0ALB
  Bajraktari Besnik0ALB

Heimasíða mótsins


Hellir tekur þátt í Evrópukeppni taflfélaga.

Hellir tekur þátt í Evrópukeppni Taflfélaga  sem fer fram í Rogaska Slatina í Slóveníu 24. september - 2. október. Félagið hefur ekki sent lið í Evrópukeppnina síðan haustið 2008 þannig að það má segja að kominn hafi verið tími á það að senda lið í keppnina. Aðstæður og framkvæmd mótsins virðast vera til fyrirmyndar eins og fram kemur á heimasíðu mótsins http://ecc2011.sahohlacnik.com/  . Það er tiltölulega þægilegt að komast á keppnisstað, tvö flug og klukkutíma ferðalag með leigubíl og mótshaldarar virðast reyna að halda kostnaði á flestum sviðum í lágmarki.

Lið Hellis að þessu sinni er það sterkasta sem félagið hefur sent í nokkuð langan tíma og sem dæmi má nefna að Róbert Harðarson sem nú skipar fimmta borð var á efstu borðum í síðustu Evrópukeppni sem félagið tók þátt í. Sveitin er um miðju miðað við styrkleikaröðun sveita og útlit er fyrir að hún mæti einni af sterkustu sveitum mótsins í fyrstu umferð þar sem meðalstig andstæðinga er um 2700 stig. Það er því útlit fyrir að Hellissveitin verði í beinni útsendingu á einu af efstu borðum ef ekki verða verulegar breytingar styrkleikaröðun sveita.   

Liðinu fylgja bestu óskir um gott gengi en það skipa:

1.  Hannes Hlífar Stefánsson
2.  Björn Þorfinnsson
3.  Hjörvar Steinn Grétarsson
4.  Sigurbjörn Björnsson
5.  Róbert Harðarson
6.  Bjarni Jens Kristinsson


Aðalfundur Hellis verður haldinn 20. september nk.

Aðalfundur Hellis fer fram þriðjudaginn 20. september nk. og hefst kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf eins og yfirferð ársskýrslu og kosning stjórnar. Félagið hvetur félagsmenn til að fjölmenna

Dawid sigrar á æfingu

Dawid Kolka sigraði með 4,5v í fimm skákum á Hellisæfingu sem haldin var í dag 19. september. Felix Steinþórson og Gauti Páll Jónsson komu næstir með 4v en núna fékk Felix annað sætið á stigum og Gauti Páll það þriðja. Þau sem tóku þátt í æfingunni voru:...

Vigfús efstur á hraðkvöldi

Vigfús Ó. Vigfússon sigraði á hraðkvöldi Hellis sem fram fór 19. september sl. Vigfús fékk 6v af sjö mögulegum og laut aðeins í lægra haldi fyrir Jóni Úlfljótssyni. Jöfn í 2. - 3. sæti með 5,5v voru Elsa María Kristínardóttir og Jón Úlfljótsson með 5v. Í...

Hraðkvöld hjá Helli mánudaginn 19. september.

Taflfélagið Hellir heldur hraðkvöld mánudaginn 19. september nk. og hefst taflið kl. 20:00 . Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun...

Skákir Meistaramóts Hellis 2011

Allar skákir Meistaramóts Hellis eru nú aðgengilegar í einni skrá. Paul Frigge sló inn umferðir 1-6 og Þórir Benediktsson sló inn 7. umferð.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Sept. 2011
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband