26.9.2011 | 15:54
Hellismenn í beinni á EM
Viðureign Taflfélagsins Hellis og rússnesku ofursveitarinnar Tomsk-400 verður sýnd beint frá Rogaska Slatina þar sem EM taflfélaga er í gangi. Viðureignin hefst kl. 13 að íslenskum tíma. Á fyrsta borði mætast Ponomariov (2758) og Hannes Hlífar Stefánsson (2562). Bolvíkingar mæta sterkri hvít-rússneskri sveit. Hægt er að nálgast beina útsendingu hér (stilla á borð 37-42).
Pörun 2. umferðar:
2.7 Tomsk-400 - Hellir Chess Club 1 Ponomariov Ruslan 2758 : Stefansson Hannes 2562 2 Motylev Alexander 2690 : Thorfinnsson Bjorn 2412 3 Areshchenko Alexander 2672 : Gretarsson Hjorvar Steinn 2442 4 Bologan Viktor 2657 : Bjornsson Sigurbjorn 2349 5 Kurnosov Igor 2648 : Lagerman Robert 2325 6 Khismatullin Denis 2635 : Kristinsson Bjarni Jens 2033
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2011 | 01:34
Hellir vann 4,5-1,5 og mætir sterkri sveit Tomsk í 2. umferð
Hellismenn unnu 4,5-1,5 sigur á Albönsku sveitinni Veleciku í 1. umferð EM landsliða sem hófst í dag í Rogaska Slatina í Slóveníu. Hjá Helli unnu Hjörvar Steinn Grétarsson, Sigurbjörn Björnsson, Róbert Lagerman og Bjarni Jens Kristinsson (hinir tveir síðarnefndu í ótefldum skákum), Björn Þorfinnsson gerði jafntefli en Hannes Hlífar Stefánsson tapaði. Hellismenn mæta ofursveit Tomsk á morgun, þar sem Ruslan Ponomariov teflir á fyrsta borði.
Úrslit 1. umferðar:
1.29 | Veleciku | 1½ - 4½ | Hellir Chess Club | ||
1 | Shabanaj Saimir | 2120 | 1 : 0 | Stefansson Hannes | 2562 |
2 | Paci Aleksander | 2150 | ½:½ | Thorfinnsson Bjorn | 2412 |
3 | Guxho Clirim | 2044 | 0 : 1 | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2442 |
4 | Zekaj Dritan | 2068 | 0 : 1 | Bjornsson Sigurbjorn | 2349 |
5 | Salihaj Ferit | 0 | - : + | Lagerman Robert | 2325 |
6 | Duli Mehdi | 0 | - : + | Kristinsson Bjarni Jens | 2033 |
2. umferð:
Andstæðingar Hellis (Tomsk frá Rússlandi):
1 | GM | Ponomariov Ruslan | 2758 | UKR |
2 | GM | Motylev Alexander | 2690 | RUS |
3 | GM | Inarkiev Ernesto | 2692 | RUS |
4 | GM | Areshchenko Alexander | 2672 | UKR |
5 | GM | Bologan Viktor | 2657 | MDA |
6 | GM | Kurnosov Igor | 2648 | RUS |
GM | Khismatullin Denis | 2635 | RUS |
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2011 | 14:28
Hraðkvöld hjá Helli mánudaginn 26. september
Taflfélagið Hellir heldur hraðkvöld mánudaginn 26. september nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fær pizzu hjá Dominos Pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
25.9.2011 | 14:11
Hellir og TB mæta lakari liðum í 1. umferð
Sveit Taflfélagsins Hellis (meðalstig 2354 - nr. 29):
1 GM Stefansson Hannes 2562 ISL 2 IM Thorfinnsson Bjorn 2412 ISL 3 FM Gretarsson Hjorvar Steinn 2442 ISL 4 FM Bjornsson Sigurbjorn 2349 ISL 5 FM Lagerman Robert 2325 ISL 6 Kristinsson Bjarni Jens 2033 ISL
Andstæðingar Hellis í fyrstu umferð (meðalstig 1797):
1 Shabanaj Saimir 2120 ALB 2 CM Paci Aleksander 2150 ALB 3 Guxho Clirim 2044 ALB 4 Zekaj Dritan 2068 ALB 5 Salihaj Ferit 0 ALB 6 Duli Mehdi 0 ALB Shyqyri Eokaj 0 ALB Bajraktari Besnik 0 ALB
Skák | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2011 | 03:52
Hellir tekur þátt í Evrópukeppni taflfélaga.
Hellir tekur þátt í Evrópukeppni Taflfélaga sem fer fram í Rogaska Slatina í Slóveníu 24. september - 2. október. Félagið hefur ekki sent lið í Evrópukeppnina síðan haustið 2008 þannig að það má segja að kominn hafi verið tími á það að senda lið í keppnina. Aðstæður og framkvæmd mótsins virðast vera til fyrirmyndar eins og fram kemur á heimasíðu mótsins http://ecc2011.sahohlacnik.com/ . Það er tiltölulega þægilegt að komast á keppnisstað, tvö flug og klukkutíma ferðalag með leigubíl og mótshaldarar virðast reyna að halda kostnaði á flestum sviðum í lágmarki.
Lið Hellis að þessu sinni er það sterkasta sem félagið hefur sent í nokkuð langan tíma og sem dæmi má nefna að Róbert Harðarson sem nú skipar fimmta borð var á efstu borðum í síðustu Evrópukeppni sem félagið tók þátt í. Sveitin er um miðju miðað við styrkleikaröðun sveita og útlit er fyrir að hún mæti einni af sterkustu sveitum mótsins í fyrstu umferð þar sem meðalstig andstæðinga er um 2700 stig. Það er því útlit fyrir að Hellissveitin verði í beinni útsendingu á einu af efstu borðum ef ekki verða verulegar breytingar styrkleikaröðun sveita.
Liðinu fylgja bestu óskir um gott gengi en það skipa:
1. Hannes Hlífar Stefánsson
2. Björn Þorfinnsson
3. Hjörvar Steinn Grétarsson
4. Sigurbjörn Björnsson
5. Róbert Harðarson
6. Bjarni Jens Kristinsson
Skák | Breytt 23.9.2011 kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2011 | 23:53
Aðalfundur Hellis verður haldinn 20. september nk.
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2011 | 23:50
Dawid sigrar á æfingu
Unglingastarfsemi | Breytt 22.9.2011 kl. 03:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2011 | 23:29
Vigfús efstur á hraðkvöldi
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2011 | 19:02
Hraðkvöld hjá Helli mánudaginn 19. september.
16.9.2011 | 10:35
Skákir Meistaramóts Hellis 2011
Skákir | Breytt 29.7.2013 kl. 02:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar