Góđ stemming á Hellismóti

Nökkvi og HansenHér a heimasíđu Hellis er áćtlunin ađ fjalla um mótiđ á öđrum nótum en á öđrum skákmiđlum.  Ekki bein upptalning á úrslitum.  Ţau má finna á Skák.is og á Chess-Results.  Hér verđur meira sagt frá gangi mála en hlekki á ţćr slóđir sem segja frá úrslitum má finna á vinstri hluta síđunnar undir "tenglar".

Alls taka 28 skákmenn ţátt í mótinu.   Í upphafi var markmiđiđ sett á 30 skákmenn og um tíma leit ţađ ekki of vel út.  En eins og svo oft áđur tóku skákmenn viđ sér á síđustu stundu.  Flestir sterkustu skákmenn landsins sem hafa aldur til taka ţátt.  Ţó vantar einstaka skákmenn og má ţar nefna Hjörvar Stein, Ingvar Ásbjörnsson og Lauglćkinga en Dađi Ómarsson er eini fulltrúi ţeirra.  Djúp hugsi!

Ánćgjulegt er ađ sjá ađ skákmenn koma víđa.  Tveir skákmenn koma frá Akureyri, einn frá Borgarnesi og Eyjum en um tíma stóđ til ađ tveir skákmenn kćmu frá báđum stöđum.

Kópavogsbúar eru fjölmennir en Hellir hefur ávallt veriđ öflugur í Kópavogi og svo eru skákmenn frá Hafnarfirđi og Seltjarnarnesi.  Enginn Garđbćingur er međ.

Hellismenn eru langfjölmennastir en af 18 Íslendingum er tíu úr Helli, tveir  frá TR og SA og einn frá UMSB, Fjölni, TV og Haukum. 

Af hinum erlendu keppendum eru 5 Danir, 3 Svíar og 1 Ţjóđverji og 1 Skoti.  Erlendu skákmennirnir eru almennt stighćrri en ţeir innlendu.

Eiríkur Örn og WickströmMótiđ hófst í morgun ađ nýr formađur ÍTR, Bolli Thoroddsen, setti mótiđ og lék fyrsta leikinn fyrir Sverri Ţorgeirsson gegn Degi Andra en skákinni lauk međ jafntefli. 

Skákmennirnir sem koma ađ utan lenda hér í skítakulda allan tímann og trúa ţví sjálfsagt ekki ađ slíkur kuldi sé óvenjulegur á Ísland.  Í morgun talađi ég t.d. viđ Suđur-Afríkumann niđur í vinnu og sagđi viđ hann ađ ţessu kuldi vćri ekki venjulegur hérlendis.  Hann horfđi á mig aumkunarverđum augum og sagđi "I guess that you say this to everyone"!

Á skákstađ vakti Vigfús yfir keppendum en skakstjórnin í dag var í hans höndum  Edda og Hjördís hafa séđ um veitingar ásamt Vigfúsi og í dag voru ţvílíkar hnallţórur í bođi sem falliđ hafa í sérdeilis góđan farveg. 

Af skákunum sjálfum má benda á góđan sigur Geirţrúđar Önnu í fyrstu umferđ gegn sterkum Dana.  Virkilega vel tefld skák hjá Geirţrúđi sem vert er ađ skođa. 

Eyjólfur sér um innsláttur skáka og sjálfur hef ég séđ um myndatökur.  

Lćt ţetta duga í dag en hvet menn til ađ koma á skákstađ og fylgjast međ ungdómnum ađ tafli.  Ţađ er hvort sem er ekkert veđur til ađ vera úti viđ!

Gunnar Björnsson


Óvćnt úrslit í fyrstu umferđ unglingamóts Hellis

Sverrir og Dagur AndriŢađ urđu óvćnt úrslit í fyrstu umferđ alţjóđlega unlingamóts Taflfélagsins Hellis sem hófst í morgun í húsakynnum Skákskólans.   Geirţrúđur Anna Guđmundsdóttir (1520) sigrađi Danann Björn Möller Oschner (1920), Dagur Andri Friđgeirsson (1798) gerđi jafntefli viđ Sverri Ţorgeirsson (2120), Tinna Kristín Finnbogadóttir (1658) gerđi jafntefli viđ Danann Kristian Seegert (2052).  Önnur umferđ hófst kl. 17 og eru áhorfendur sérstaklega bođnir velkomnir ađ koma ađ sjá skákmenn framtíđirnar ađ tafli.

Úrslit. 1. umferđar: 

 

 

 

     
Thorgeirsson Sverrir ISL˝ - ˝ Fridgeirsson Dagur Andri ISL
Magnusson Patrekur Maron ISL0 - 1 Hanninger Simon SWE
Wickstrom Lucas SWE1 - 0 Brynjarsson Eirikur Orn ISL
Mcclement Andrew SCO0 - 1 Berchtenbreiter Maximilian GER
Seegert Kristian DEN˝ - ˝ Finnbogadottir Tinna Kristin ISL
Johannsdottir Johanna Bjorg ISL0 - 1 Omarsson Dadi ISL
Storgaard Morten DEN1 - 0 Baldursson Gestur Vagn ISL
Sverrisson Nokkvi ISL0 - 1 Hansen Mads DEN
Ochsner Bjorn Moller DEN0 - 1 Gudmundsdottir Geirthrudur Anna ISL
Karlsson Mikael Jóhann ISL˝ - ˝ Brynjarsson Helgi ISL
Aperia Jakob SWE1 - 0 Lee Guđmundur Kristinn ISL
Andrason Pall ISL˝ - ˝ Frigge Paul Joseph ISL
Kristinsson Bjarni Jens ISL1 - 0 Kjartansson Dagur ISL
Akdag Dara DEN1     bye 

 

 


Alţjóđlegt unglingamót Hellis hafiđ!

Bolli Thoroddsen formađur ÍTR setti mótiđAlţjóđlegt unglingamót Hellis hófst í morgun í húsnćđi Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.  Alls taka 27 unglingar ţátt frá fimm löndum og víđ vegar frá landinu!   Bolli Thoroddsen, nýr formađur ÍTR, setti mótiđ og lék fyrsta leikinn í skák Sverris Ţorgeirssonar og Dags Andra Friđgeirssonar. 

Ţetta er stćrsta alţjóđlega unglingaskákmót sem haldiđ hefur veriđ hérlendis.   

Reykjavíkurborg er ađalstyrktarađili mótsins en einnig styrkja Kópavogsbćr og Skáksamband Íslands viđ mótshaldiđ og kunnum viđ ţessum ađilum bestu ţakkir fyrir.  Salurinn

Önnur umferđ hefst kl. 17 og eru áhorfendur velkomnir á skákstađ.  Rétt er ađ benda á myndaalbúm mótsins.

Einnig viljum viđ benda á Chess-Results ţar sem úrslitin verđa uppfćrđ reglulega yfir daginn.

Myndbandsbútur frá mótinu:

 

 


Bloggfćrslur 1. febrúar 2008

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótiđ í netskák 2013

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband