11.1.2009 | 03:28
Barna- og unglingaæfingar Hellis eru byrjaðar aftur eftir jólafrí.
Barna- og unglingaæfingar Hellis er byrjaðar aftur eftir jólafrí og er eins og alltaf á mánudögum og byrjar taflið kl. 17:15 og eru æfingarnar búnar um kl. 19:00. Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri. Engin þátttökugjöld.
Æfingarnar verða haldnar í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er við hliðina á Sparisjóði Reykjavíkur en salur félagsins er á þriðju hæð hússins. Á æfingunum verða 5 eða 6 umferðir með umhugsunartíma 10 eða 7 mínútur. Einnig verður farið í dæmi og endatöfl eins og tíma vinnst til. Umsjón með unglingaæfingunum hefur Vigfús Ó. Vigfússon.
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2009 | 03:21
Hjörvar Steinn sigraði á atkvöldi Hellis
Hjörvar Steinn Grétarsson vann öruggan sigur á Atkvöldi Hellis sem fram fór 5. janúar sl. í Hellisheimilinu. Hjörvar hlaut 5½ vinning, leyfði aðeins jafntefli í lokaumferðinni við Þorvarð Fannar Ólafsson. Lengi vel var Ingi Tandri Traustason eini maður sem hélt í Hjörvar en Tandri töfraði hvern vinninginn fram að öðrum á síðustu sekúndunum og lagði m.a. Þorvarð og Kristján Eðvarðsson að velli í atskákunum. Tandri varð í 2.-5. sæti með 4 vinninga ásamt Þorvarði, Gunnar Björnssyni og Erni Stefánssyni.
Lokastaðan:
1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5½ v. af 6
2.-5. Ingi Tandri Traustason, Þorvarður Fannar Ólafsson, Gunnar Björnsson og Örn Stefánsson 4 v.
6.-7. Kristján Eðvarðsson og Rúnar Berg 3½ v.
8.-11. Magnús Matthíasson, Birkir Karl Sigurðsson, Páll Andrason og Vigfús Ó. Vigfússon 3 v.
12. Eiríkur Björnsson 2½ v.
13.-14. Björgvin Kristbergsson og Brynjar Steingrímsson 2 v.
15. Pétur Jóhannesson 1 v.
11.1.2009 | 03:19
Brynjar og Kristófer Orri efstir á æfingum fyrir og eftir jól
Brynjar Steingrímsson sigraði á síðustu æfingu ársins 2008 sem haldin var 15. desember. Brynjar fékk 7v í jafn mörgum skákum. Annar varð Kristófer Orri Guðmundsson með 6v og þriðji Franco Sotó með 5v. Á fyrstu æfingu ársins 2009 sem fram fór 5. janúar höfðu efstu menn hins vegar sætaskipti. Kristófer Orri sigraði með 5v í jafn mörgum skákum og Brynjar varð annar með 4v. Þriðja varð svo Hildur Berglind Jóhannsdóttir.
Þeir sem tóku þátt í þessum æfingum voru: Kristófer Orri Guðmundsson, Brynjar Steingrímsson, Franco Sótó, Sæþór Atli Harðarson, Aron Daníel Arnalds, Damjan Dagbjartsson, Sigurður Kjartansson, Jóhannes Guðmundsson, Hildur Berglind Jóhannsdóttir og Guðjón Páll Tómasson
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. janúar 2009
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar