Barna- og unglingaæfingar Hellis eru byrjaðar aftur eftir jólafrí.

Barna- og unglingaæfingar Hellis er byrjaðar aftur eftir jólafrí og er eins og alltaf á mánudögum og byrjar taflið kl. 17:15 og eru æfingarnar búnar um kl. 19:00.  Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri. Engin þátttökugjöld.

Æfingarnar verða haldnar í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er við hliðina á Sparisjóði Reykjavíkur en salur félagsins er á þriðju hæð hússins. Á æfingunum verða 5 eða 6 umferðir með umhugsunartíma 10 eða 7 mínútur. Einnig verður farið í dæmi og endatöfl eins og tíma vinnst til. Umsjón með unglingaæfingunum hefur Vigfús Ó. Vigfússon.


Hjörvar Steinn sigraði á atkvöldi Hellis

Hjörvar Steinn Grétarsson vann öruggan sigur á Atkvöldi Hellis sem fram fór 5. janúar sl. í Hellisheimilinu.  Hjörvar hlaut 5½ vinning, leyfði aðeins jafntefli í lokaumferðinni við Þorvarð Fannar Ólafsson.  Lengi vel var Ingi Tandri Traustason eini maður sem hélt í Hjörvar en Tandri töfraði hvern vinninginn fram að öðrum á síðustu sekúndunum og lagði m.a. Þorvarð og Kristján Eðvarðsson að velli í atskákunum.   Tandri varð í 2.-5. sæti með 4 vinninga ásamt Þorvarði, Gunnar Björnssyni og Erni Stefánssyni.

Lokastaðan:

1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5½ v. af 6
2.-5. Ingi Tandri Traustason, Þorvarður Fannar Ólafsson, Gunnar Björnsson og Örn Stefánsson 4 v.
6.-7. Kristján Eðvarðsson og Rúnar Berg 3½ v.
8.-11. Magnús Matthíasson, Birkir Karl Sigurðsson, Páll Andrason og Vigfús Ó. Vigfússon 3 v.
12. Eiríkur Björnsson 2½ v.
13.-14. Björgvin Kristbergsson og Brynjar Steingrímsson 2 v.
15. Pétur Jóhannesson 1 v.


Brynjar og Kristófer Orri efstir á æfingum fyrir og eftir jól

Brynjar Steingrímsson sigraði á síðustu æfingu ársins 2008 sem haldin var 15. desember. Brynjar fékk 7v í jafn mörgum skákum. Annar varð Kristófer Orri Guðmundsson með 6v og þriðji Franco Sotó með 5v. Á fyrstu æfingu ársins 2009 sem fram fór 5. janúar höfðu efstu menn hins vegar sætaskipti. Kristófer Orri sigraði með 5v í jafn mörgum skákum og Brynjar varð annar með 4v. Þriðja varð svo Hildur Berglind Jóhannsdóttir.

Þeir sem tóku þátt í þessum æfingum voru: Kristófer Orri Guðmundsson, Brynjar Steingrímsson, Franco Sótó, Sæþór Atli Harðarson, Aron Daníel Arnalds, Damjan Dagbjartsson, Sigurður Kjartansson, Jóhannes Guðmundsson, Hildur Berglind Jóhannsdóttir og Guðjón Páll Tómasson


Bloggfærslur 11. janúar 2009

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband