Verðlaunaafhending vegna meistaramóts Hellis verður 16. mars.

Áður en hraðskákmót Hellis hefst kl. 20 þann 16. mars verður verðlaunaafhending vegna meistarmóts Hellis. Davíð Ólafsson vann öruggan sigur á meistaramótinu.  Davíð hlaut 6 vinninga og var heilum vinningi fyrir ofan næstu menn sem voru Hjörvar Steinn Grétarsson, Sævar Bjarnason, Vigfús Ó. Vigfússon og Daði Ómarsson.

Aukaverðlaunhafar urðu sem hér segir:

  • Skákmeistari Hellis: Davíð Ólafsson
  • Besti árangur undir 2200 skákstigum: Vigfús Ó. Vigfússon
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum: Elsa María Kristínardóttir
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum: Guðmundur Kristinn Lee
  • Besti árangur stigalausra: Hjörleifur Björnsson
  • Unglingaverðlaun: Patrekur Maron Magnússon, Dagur Andri Friðgeirsson og Brynjar Steingrímsson

Hraðskákmót Hellis fer fram 16. mars nk.

Hraðskákmót Hellis verður haldið mánudaginn 16. mars nk. og hefst það kl. 20.00. Teflt er í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a. Heildarverðlaun á mótinu er kr. 15.000.  Tefldar verða 7 umferðir 2*5 mínútur.  Núverandi hraðskákmeistari Hellis er Gunnar Björnsson. Þetta er í fimmtánda sinn sem mótið fer fram.  Björn Þorfinnsson hefur hampað titlinum oftast eða þrisvar sinnum.  Í upphafi móts verður verðlaunaafhending Meistaramóts Hellis.   Verðlaun skiptast svo:
  1. 7.500 kr.
  2. 4.500 kr.
  3. 3.000 kr.
Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir aðra. Fyrir unglinga í Helli eru þau kr. 300 en kr. 400 fyrir aðra.Hraðskákmeistarar Hellis:
  • 1995: Davíð Ólafsson
  • 1996: Andri Áss Grétarsson
  • 1997: Hannes Hlífar Stefánsson
  • 1998: Bragi Þorfinnsson
  • 1999: Davíð Ólafsson (Jón Viktor Gunnarsson sigraði á mótinu)
  • 2000: Bragi Þorfinnsson
  • 2001: Helgi Áss Grétarsson
  • 2002: Björn Þorfinnsson
  • 2003: Björn Þorfinnsson
  • 2004: Sigurbjörn J. Björnsson
  • 2005: Sigurður Daði Sigfússon
  • 2006: Hrannar Baldursson
  • 2007: Björn Þorfinnsson (Jón Viktor Gunnarsson sigraði á mótinu)
  • 2008: Gunnar Björnsson

Bloggfærslur 12. mars 2009

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband