Meistaramót Hellis 2010

Meistaramót Hellis 2010 hefst mánudaginn 23. ágúst klukkan 19:30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót sem lýkur 8. september.   Vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Mótið er öllum opið og er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.  Skráning verður hér á heimasíðu Hellis og fer í gang fljótlega eftir verslunarmannahelgi.  

Teflt er á mánu- og miðvikudögum og svo er tekin ein þriðjudagsumferð í byrjun móts.  Umferðir hefjast kl. 19:30.  Hlé verður á mótinu þegar Norðurlandamótið stúlkna fer fram í Reykjavík og Norðurlandamót barnaskólasveita fer fram í Noregi.

Aðalverðlaun:

  1. 25.000
  2. 15.000
  3. 10.000

Upplýsingar um aukaverðlaun koma síðar.

Þátttökugjöld:

  • Félagsmenn kr. 2.000; aðrir 3.000-
  • Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 1.500; Aðrir 2.000.
  • Allir titilhafar fá frítt í mótið


Umferðartafla: 

  • 1. umferð, mánudaginn, 23. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferð, þriðjudaginn, 24. ágúst, kl. 19:30
  • 3. umferð, miðvikudaginn, 25. ágúst, kl. 19:30
  • 4. umferð, mánudaginn, 30. ágúst, kl. 19:30
  • 5. umferð, miðvikudaginn, 1. september, kl. 19:30
  • 6. umferð, mánudaginn, 6. september, kl. 19:30
  • 7. umferð, miðvikudaginn, 8. september, kl. 19:30

Hraðskákkeppni taflfélaga

Hraðskákkeppni taflfélaga, hefst eftir verslunarmannahelgi.  Þetta er í sextánda sinn sem keppnin fer fram en Taflfélag Bolungarvíkur er núverandi meistari.  Í fyrra var metþátttaka en þá tóku 15 lið þátt og er stefnt að því að bæta það met í ár!

Félög er hvött til að skrá lið til leiks.

Dagskrá mótsins er sem hér segir

  • 1. umferð (16 liða úrslit): Skuli vera lokið 15. ágúst
  • 2. umferð (8 liða úrslit): Skuli vera lokið 25. ágúst
  • 3. umferð (undanúrslit): Skuli vera lokið 5. september
  • 4. umferð (úrslit): Skuli vera lokið 15. september (líklegt að keppnin verði sett á helgina 10.-12. september)   

Skráning til þátttöku rennur út 5. ágúst nk.   Forráðamenn taflfélaga eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í netfangið gunnibj@simnet.is eða í síma 820 6533.
Tilkynna þarf eftirfarandi:

  • Lið
  • Liðsstjóri
  • Símanúmer liðsstjóra
  • Netfang liðsstjóra

Reglur keppninnar:

  • 1.  Sex manns eru í hvoru liði og tefld er tvöföld umferð, þ.e. allir í öðru liðinu tefla við alla í hinu liðinu. Samtals 12 umferðir, eða 72 skákir.
  • 2.  Heimalið sér um dómgæslu. Komi til deiluatriða er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar.
  • 3.  Varamenn mega koma alls staðar inn. Þó skal gæta þess að menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstæðingi og hafi ekki sama lit í báðum skákunum.
  • 4.  Ætlast er til þess að þeir sem tefli séu fullgildir meðlimir síns félags. Aðeins má tefla með einu taflfélagi í keppninni.
  • 5.  Liðsstjórar koma sér saman um hvenær er teflt og innan tímaáætlunar.  Komi liðsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónaraðili ákvarðað tímasetningu.
  • 6.  Verði jafnt verður tefldur bráðabani. Það er tefld er einföld umferð þar sem dregið er um liti á fyrsta borði og svo hvítt og svart til skiptist. Verði enn jafnt verður áfram teflt áfram með skiptum litum þar til úrslit fást.
  • 7.  Heimalið bjóði upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur eða kex.
  • 8.  Viðureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst. ferðalag) frá Reykjavík nema að félög komi sér saman um annað. 
  • 9.  Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auðið er í netfangið gunnibj@simnet.is og eigi síðar en 12 klukkustundum eftir að keppni lýkur.
  • 10. Úrslit keppninnar verða ávallt aðgengileg á heimasíðu Hellis, www.hellir.blog.is , sem er heimasíða keppninnar, og á www.skak.is.
  • 11. Mótshaldið er í höndum Taflfélagsins Hellis sem sér um framkvæmd mótsins.

Bloggfærslur 25. júlí 2010

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband