Hraðskákmót Hellis fer fram 30 maí

Hraðskákmót Hellis verður haldið mánudaginn 30. maí nk. og hefst það kl. 20.00. Teflt er í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a. Heildarverðlaun á mótinu er kr. 16.000.  Tefldar verða 7 umferðir 2*5 mínútur.  Núverandi hraðskákmeistari Hellis er Davíð Ólafsson. Þetta er í sextánda sinn sem mótið fer fram.  Björn Þorfinnsson hefur hampað titlinum oftast eða fjórum sinnum.  Verðlaun skiptast svo:
  1. 8.000 kr.
  2. 5.000 kr.
  3. 3.000 kr.
Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir aðra. Fyrir unglinga í Helli eru þau kr. 300 en kr. 400 fyrir aðra. Hraðskákmeistarar Hellis:
  • 1995: Davíð Ólafsson
  • 1996: Andri Áss Grétarsson
  • 1997: Hannes Hlífar Stefánsson
  • 1998: Bragi Þorfinnsson
  • 1999: Davíð Ólafsson (Jón Viktor Gunnarsson sigraði á mótinu)
  • 2000: Bragi Þorfinnsson
  • 2001: Helgi Áss Grétarsson
  • 2002: Björn Þorfinnsson
  • 2003: Björn Þorfinnsson
  • 2004: Sigurbjörn J. Björnsson
  • 2005: Sigurður Daði Sigfússon
  • 2006: Hrannar Baldursson
  • 2007: Björn Þorfinnsson (Jón Viktor Gunnarsson sigraði á mótinu)
  • 2008: Gunnar Björnsson
  • 2009: Davíð Ólafsson
  • 2010: Björn Þorfinnsson

Fjórir jafnir og efstir á æfingu

Vignir Vatnar Stefánsson, Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson og Guðmundur Agnar Bragason fengu allir 4v í fimm skákum. Vignir Vatnar tók fyrsta sætið á stigum enda var hann í forystu alla æfinguna en mátti lúta í lægra haldi fyrir Dawid í lokaumferðinni. Dawid náðu öðru sætinu á stigum og tapaði ekki skák á æfingunni en gerði jafntefli í annarri og þriðju umferð við Jakob og Hilmi en kom svo úr djúpinu í lokin og náði öðru sætinu með góðum endaspretti. Þriðji varð svo Heimir Páll með 4v og fjórði Guðmundur Agnar.

Með besta mætingu á æfingunum eru: Vignir Vatnar (35 skipti), Dawid Kolka (32), Heimir Páll (31), Felix (30), Gauti Páll (29), Jón Otti (24) og Hilmir Hrafnsson (22)

Næsta æfing verður svo mánudaginn 23. maí nk. og hefst eins og ávalt kl. 17.15 og er haldinn í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Þátttakendur á æfingunni voru: Vignir Vatnar Stefánsson, Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson, Guðmundur Agnar Bragason, Ástþór Árni Ingólfsson, Felix Steinþórsson, Jón Otti Sigurjónsson, Aðalsteinn Einir Laufdal, Hilmir Freyr Heimisson, Jakob Alexander Petersen, Bárður Örn Birkisson, Axel Óli Sigurjónsson, Pétur Steinn Atlason, Magnús Pétur Hjaltested, Björn Hólm Birkisson, Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson og Sindri Snær Kristófersson.


Bloggfærslur 19. maí 2011

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband