Hellir tekur þátt í Evrópukeppni taflfélaga.

Hellir tekur þátt í Evrópukeppni Taflfélaga  sem fer fram í Rogaska Slatina í Slóveníu 24. september - 2. október. Félagið hefur ekki sent lið í Evrópukeppnina síðan haustið 2008 þannig að það má segja að kominn hafi verið tími á það að senda lið í keppnina. Aðstæður og framkvæmd mótsins virðast vera til fyrirmyndar eins og fram kemur á heimasíðu mótsins http://ecc2011.sahohlacnik.com/  . Það er tiltölulega þægilegt að komast á keppnisstað, tvö flug og klukkutíma ferðalag með leigubíl og mótshaldarar virðast reyna að halda kostnaði á flestum sviðum í lágmarki.

Lið Hellis að þessu sinni er það sterkasta sem félagið hefur sent í nokkuð langan tíma og sem dæmi má nefna að Róbert Harðarson sem nú skipar fimmta borð var á efstu borðum í síðustu Evrópukeppni sem félagið tók þátt í. Sveitin er um miðju miðað við styrkleikaröðun sveita og útlit er fyrir að hún mæti einni af sterkustu sveitum mótsins í fyrstu umferð þar sem meðalstig andstæðinga er um 2700 stig. Það er því útlit fyrir að Hellissveitin verði í beinni útsendingu á einu af efstu borðum ef ekki verða verulegar breytingar styrkleikaröðun sveita.   

Liðinu fylgja bestu óskir um gott gengi en það skipa:

1.  Hannes Hlífar Stefánsson
2.  Björn Þorfinnsson
3.  Hjörvar Steinn Grétarsson
4.  Sigurbjörn Björnsson
5.  Róbert Harðarson
6.  Bjarni Jens Kristinsson


Bloggfærslur 22. september 2011

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband