Hellir tekur þátt í Evrópukeppni taflfélaga.

Hellir tekur þátt í Evrópukeppni Taflfélaga  sem fer fram í Rogaska Slatina í Slóveníu 24. september - 2. október. Félagið hefur ekki sent lið í Evrópukeppnina síðan haustið 2008 þannig að það má segja að kominn hafi verið tími á það að senda lið í keppnina. Aðstæður og framkvæmd mótsins virðast vera til fyrirmyndar eins og fram kemur á heimasíðu mótsins http://ecc2011.sahohlacnik.com/  . Það er tiltölulega þægilegt að komast á keppnisstað, tvö flug og klukkutíma ferðalag með leigubíl og mótshaldarar virðast reyna að halda kostnaði á flestum sviðum í lágmarki.

Lið Hellis að þessu sinni er það sterkasta sem félagið hefur sent í nokkuð langan tíma og sem dæmi má nefna að Róbert Harðarson sem nú skipar fimmta borð var á efstu borðum í síðustu Evrópukeppni sem félagið tók þátt í. Sveitin er um miðju miðað við styrkleikaröðun sveita og útlit er fyrir að hún mæti einni af sterkustu sveitum mótsins í fyrstu umferð þar sem meðalstig andstæðinga er um 2700 stig. Það er því útlit fyrir að Hellissveitin verði í beinni útsendingu á einu af efstu borðum ef ekki verða verulegar breytingar styrkleikaröðun sveita.   

Liðinu fylgja bestu óskir um gott gengi en það skipa:

1.  Hannes Hlífar Stefánsson
2.  Björn Þorfinnsson
3.  Hjörvar Steinn Grétarsson
4.  Sigurbjörn Björnsson
5.  Róbert Harðarson
6.  Bjarni Jens Kristinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband