22.9.2011 | 03:52
Hellir tekur þátt í Evrópukeppni taflfélaga.
Hellir tekur þátt í Evrópukeppni Taflfélaga sem fer fram í Rogaska Slatina í Slóveníu 24. september - 2. október. Félagið hefur ekki sent lið í Evrópukeppnina síðan haustið 2008 þannig að það má segja að kominn hafi verið tími á það að senda lið í keppnina. Aðstæður og framkvæmd mótsins virðast vera til fyrirmyndar eins og fram kemur á heimasíðu mótsins http://ecc2011.sahohlacnik.com/ . Það er tiltölulega þægilegt að komast á keppnisstað, tvö flug og klukkutíma ferðalag með leigubíl og mótshaldarar virðast reyna að halda kostnaði á flestum sviðum í lágmarki.
Lið Hellis að þessu sinni er það sterkasta sem félagið hefur sent í nokkuð langan tíma og sem dæmi má nefna að Róbert Harðarson sem nú skipar fimmta borð var á efstu borðum í síðustu Evrópukeppni sem félagið tók þátt í. Sveitin er um miðju miðað við styrkleikaröðun sveita og útlit er fyrir að hún mæti einni af sterkustu sveitum mótsins í fyrstu umferð þar sem meðalstig andstæðinga er um 2700 stig. Það er því útlit fyrir að Hellissveitin verði í beinni útsendingu á einu af efstu borðum ef ekki verða verulegar breytingar styrkleikaröðun sveita.
Liðinu fylgja bestu óskir um gott gengi en það skipa:
1. Hannes Hlífar Stefánsson
2. Björn Þorfinnsson
3. Hjörvar Steinn Grétarsson
4. Sigurbjörn Björnsson
5. Róbert Harðarson
6. Bjarni Jens Kristinsson
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.