Hellir og Bolunarvík gerðu jafntefli,

Það fór svo að viðureign Hellis og Bolvíkinga lauk með 3-3 jafntefli í dag.  Hjá Helli unnu Hjörvar Steinn Grétarsson og Róbert Lagerman þá Jón Viktor Gunnarsson og Dag Arngrímsson en hjá Bolvíkingum unnu þeir Þröstur Þórhallsson og Guðmundur Gíslason þá Sigurbjörn Björnsson og Bjarna Jens Kristinsson.   Skákum Hannes Hlífars Stefánsson og Stefáns Kristjánssonar sem og bræðrarna Björns og Braga Þorfinnssona lauk með jafntefli.

Viðureignin var mjög spennandi.  Fljótlega var samið um jafntefli á tveimur fyrstu borðunum.  Hjörvar og Róbert náðu báðir fljótlega undirtökunum og unnu fremur örugglega.  Skák Þrastar og Sigurbjörns var lengi flókin en svo fór að Sigurbjörn lék af sér manni.  Guðmundur hafði frumkvæðið lengi vel gegn Bjarna Jens og hafði sigur í lengstu skák viðureignarinnar.    Áhugamenn geta væntanlega skoðað skákirnar á morgun!

Lokaniðurstaðan varð því 3-3.

3.17Hellir Chess Club3 - 3Bolungarvik Chess Club
1Stefansson Hannes2562½:½Kristjansson Stefan2485
2Thorfinnsson Bjorn2412½:½Thorfinnsson Bragi2427
3Gretarsson Hjorvar Steinn24421 : 0Gunnarsson Jon Viktor2422
4Bjornsson Sigurbjorn23490 : 1Thorhallsson Throstur2388
5Lagerman Robert23251 : 0Arngrimsson Dagur2353
6Kristinsson Bjarni Jens20330 : 1
Gislason Gudmundur2295

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband