24.5.2012 | 01:06
Dawid sigraði á síðustu æfingu á vormisseri
Dawid Kolka sigraði örugglega á lokaæfingunni á vormisseri með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum. Það fór vel á því að Dawid sigraði á lokaæfingunni því hann sigraði einnig örugglega í stigakeppninni með 64 stig sem er með því hærra sem sést hefur sérstaklega með tilliti til þess næsti maður í stigakeppninni Vignir Vatnar var með 50 stig. Vignir Vatnar var fjarverandi á síðustu æfingunni þar sem hann er að tefla erlendis og býður hans verðlaunagripur fyrir annað sætið í stigakeppni vetrarins. Í öðru sæti á æfingunni með 4v og 14 stig var Felix Steinþórsson. Felix var í þriðja sæti í stigakeppninni og hefur verið í stöðugri framför í vetur. Þriðji á æfingunni var Róbert Leó Jónsson með 4v og 13,5 stig. Róbert veitti Felix nokkra keppni um þriðja sætið í stigakeppninni og hefði kannski getað sótt að honum með því að mæta a.m.k. á jafn margar æfingar og Felix.
Það voru samtals 114 sem mættu á æfingar vetrarins. Sumir mættu á fáar og aðrir á flestar en æfingarnar voru í það heila vel sóttar og kjarninn sem mætti á þær stór. Auðvitað gengur mönnum misjafnlega á æfingum sem þessu en aðalatriðið er að hafa gaman af því að tefla þótt auðvitað spilli ekki fyrir að vinna af og til verðlauna. Nokkrir tóku miklum framförum í vetur sem mun skila þeim hærra ef haldið er áfram á sömu braut.
Æfingarnar hefjast svo aftur næsta haust um mánaðarmótin ágúst/september.
Þau sem tóku þátt í æfingunni voru: Dawid Kolka, Felix Steinþórsson, Róbert Leó Jónsson, Björn Hólm Birkisson, Birgir Ívarsson, Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Sigurður Kjartansson, Bárður Örn Birkisson, Axel Óli Sigurjónsson, Ívar Andri Hannesson, Guðmundur Agnar Bragason, Brynjar Haraldsson, Stefán Orri Davíðsson, Sindri Snær Kristófersson, Tinna Katrín Owen, Egill Úlfarsson, Sara Veig Aclipen, Elísa Christine Aclipen, Anika Járnbrá Hakkers og Hjörtur Sigurðsson.
Flokkur: Unglingastarfsemi | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.