Hellismenn sigruðu Sellfyssinga í hraðskákkeppninni

Fyrsta umferð í hraðskákkeppni taflfélaga hófst í kvöld með viðureign Taflfélagsins Hellis og Skákfélags Selfoss og nágrennis sem fram fór í Hellisheimilinu. Jafnt var í fyrstu umferð en síðan tóku Hellismenn á sprett og unnu allar viðureignir fram að næst síðustu umferð þar sem Selfyssingar höfðu betur. Lokaumferðin var svo Hellismanna sem og viðureignin sjálf þar sem Hellir fékk 50 vinninga gegn 22 vinningum Selfyssinga.

Sigurbjörn, Omar og Gunnar voru bestir Hellismanna. Sigurbjörn og Gunnar unnu allar sínar skákir en Omar fékk flesta vinninga Hellismanna. Hjá Selfyssingum fór Páll Leó fyrir liðinu og stóð sig best með 7,5 v. þótt hann hafi misst niður 1,5 v. á móti Hilmi.

Árangur einstakra liðsmanna:

Hellir

  • Omar Salama 9 v. af 12.
  • Sigurbjörn Björnsson 8 v. af 8.
  • Gunnar Björnsson 7 v. af 7.
  • Bragi Halldórsson 7 v. af 12.
  • Helgi Brynjarsson 6,5 v. af 11.
  • Elsa María Kristínardóttir 6 v. af 11.
  • Hilmir Freyr Heimisson 5,5 v. af 8.
  • Vigfús Ó. Vigfússon 1 v. af 3.

Selfoss (allir tefldu 12 skákir):

  • Páll Leó Jónsson 7,5 v.
  • Björgvin Guðmundsson 5 v.
  • Ingvar Örn Birgisson 4,5 v.
  • Ingibjörg Edda Birgisdóttir 2 v.
  • Magnús Matthíasson 1,5 v.
  • Úlfhéðinn Sigurmundsson 1,5 v.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband