30.8.2012 | 03:06
Sigurbjörn með vinningsforskot fyrir lokaumferð Meistaramóts Hellis
Í næst síðustu umferð sem tefld var í kvöld gerðu Sigurbjörn Björnsson og Davíð Kjartansson jafntefli á fyrsta borði. Á öðru borði gerðu Þorvarður Ólafsson og Jón Árni Halldórsson jafntefli í sviftingasamri skák þar sem Þorvarður fórnaði manni. Á þriðja borði vann svo Mikael Jóhann Atla Jóhann. Fyrir síðustu umferð Sigurbjörn efstur með 5,5v og hefur vinnings forskot á næstu menn sem eru Þorvarður og Mikael Jóhann. Sigurbjörn og Mikael Jóhann mætast í síðustu umferð en Þorvarður fær Davíð. Sigurbjörn tryggði sér svo kvöld titilinn skákmeistari Hellis 2012 í fyrsta sinn þar sem 1,5v er í næsta hellismann. Hann hefur hins vegar tvisvar áður unnið mótið en það var árin 1998 og 1999 en þá sem félagsmaður í Skákfélagi Hafnarfjarðar. Það kemur svo í ljós á mánudagskvöldið hvort Sigurbjörn bætir þriðja sigrinum í safnið.
Það er fleira að um að vera í mótinu en bara toppbaráttan en í unglinga- og kvennaflokkum standa Felix Steinþórsson og Sóley Lind Pálsdóttir best að vígi en þau mætast í lokaumferðinni. Felix er að hækka mikið á stigum í mótinu og eru þegar komin tæp 50 stig í hús hjá honum. Næstu menn eru stutt undan í þessum flokkum þannig að úrslitin í lokaumferðinn skipta miklu. Dawid Kolka virðist vera að hækka næst mest á stigum í mótinu en hjá honum hafa nú þegar bæst við tæp 30. Dawid er líka einn af þremur keppendum sem ekki hafa tapað skák á mótinu en jafnteflin eru nokkuð mörg.
Sjöunda og síðasta umferð Meistaramóts Hellis fer fram nk. mánudagskvöld 3. september og hefst kl. 19.30.
Úrslit 6. umferðar:
Borð | Nafn | Stig | V. | Úrslit | V. | Nafn | Stig |
1 | Bjornsson Sigurbjorn | 2391 | 5 | ½ - ½ | 3½ | Kjartansson David | 2334 |
2 | Olafsson Thorvardur | 2202 | 4 | ½ - ½ | 3½ | Halldorsson Jon Arni | 2210 |
3 | Karlsson Mikael Johann | 1926 | 3½ | 1 - 0 | 3½ | Leosson Atli Johann | 1740 |
4 | Bjarnason Saevar | 2090 | 3 | 1 - 0 | 3 | Ulfljotsson Jon | 1818 |
5 | Zacharov Arsenij | 0 | 3 | 0 - 1 | 3 | Sverrisson Nokkvi | 2012 |
6 | Vigfusson Vigfus | 1994 | 3 | 1 - 0 | 3 | Einarsson Oskar Long | 1587 |
7 | Thorarensen Adalsteinn | 1710 | 3 | ½ - ½ | 3 | Steinthorsson Felix | 1329 |
8 | Kolka Dawid | 1524 | 2½ | ½ - ½ | 2½ | Davidsdottir Nansy | 1471 |
9 | Jonsson Robert Leo | 1203 | 2½ | ½ - ½ | 2½ | Jonsson Gauti Pall | 1481 |
10 | Ragnarsson Heimir Pall | 1121 | 2 | 0 - 1 | 2½ | Palsdottir Soley Lind | 1406 |
11 | Petersen Jakob Alexander | 1241 | 2 | ½ - ½ | 2 | Rikhardsdottir Svandis Ros | 1394 |
12 | Bragason Gudmundur Agnar | 1115 | 1 | 1 - 0 | 1½ | Kristbergsson Bjorgvin | 1239 |
13 | Svansdottir Alisa Helga | 1000 | ½ | 0 - 1 | 1½ | Gudmundsson Bjarni Thor | 1020 |
14 | Finnsson Johann Arnar | 1470 | 1 | 1 - 0 | ½ | Unnsteinsson Oddur Þór | 0 |
Röðun í 7. umferð:
Borð | Nafn | V. | Úrslit | V. | Nafn |
1 | Karlsson Mikael Johann | 4½ | 5½ | Bjornsson Sigurbjorn | |
2 | Kjartansson David | 4 | 4½ | Olafsson Thorvardur | |
3 | Halldorsson Jon Arni | 4 | 4 | Vigfusson Vigfus | |
4 | Sverrisson Nokkvi | 4 | 4 | Bjarnason Saevar | |
5 | Leosson Atli Johann | 3½ | 3½ | Thorarensen Adalsteinn | |
6 | Steinthorsson Felix | 3½ | 3½ | Palsdottir Soley Lind | |
7 | Ulfljotsson Jon | 3 | 3 | Zacharov Arsenij | |
8 | Einarsson Oskar Long | 3 | 3 | Jonsson Robert Leo | |
9 | Jonsson Gauti Pall | 3 | 3 | Kolka Dawid | |
10 | Davidsdottir Nansy | 3 | 2½ | Rikhardsdottir Svandis Ros | |
11 | Gudmundsson Bjarni Thor | 2½ | 2½ | Petersen Jakob Alexander | |
12 | Bragason Gudmundur Agnar | 2 | 2 | Finnsson Johann Arnar | |
13 | Unnsteinsson Oddur Þór | ½ | 2 | Ragnarsson Heimir Pall | |
14 | Svansdottir Alisa Helga | ½ | 1½ | Kristbergsson Bjorgvin |
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.