Víkingar unnu Hellismenn

Undanúrslitin í hraðskákkeppni taflfélaga fóru fram í gærkvöldi í Betrunarhúsinu í Garðabæ sem er félagsheimili TG. Þar mættust annars vegar TG og Goðinn og hins vegar Hellir og Víkingaklúbburinn. Goðinn vann TG eins og fjallað hefur verið um á skáksíðunni. Í hinni viðureigninni bitu Víkingar í skjaldarrendur strax í upphafi viðureignar en létu hins vegar ógert að öskra ógurlega, kannski af tillitsemi við hina viðureignina sem hófst nokkru fyrr. Hvað um það þeir sölluðu samt inn vinningum frá upphafi og leiddu í hálfleik með 25,5 v. gegn 10,5 v. Seinni hálfleikur fór eins fram nema að Hellismenn náðu loks að vinna lokaumferðina og laga stöðuna aðeins en viðureignina sjálfa vann Víkingaklúbburinn með 51 v. gegn 21 v. Hellismanna. 

Í hraðskákkeppni eins og þessari er það þannig að það getur oft gengið á ýmsu þannig að sumir fá fleiri vinninga en stöðurnar gefa tilefni til en aðrir færri en í það heila jafnast þetta yfirleitt út. Björn, Ólafur, Magnús og Stefán voru bestir Víkinga. Hjá Hellismönnum voru Andri og Sigurbjörn bestir.

Fyrir Víkingaklúbbinn tefldu:

  • Björn Þorfinnsson 11v af 12
  • Ólafur B. Þórsson 9v/11
  • Magnús Örn Úlfarsson 8v/12
  • Stefán Kristjánsson 7v/8
  • Stefán Sigurjónsson 4,5v/8
  • Gunnar Freyr Rúnarsson 4v/6
  • Þorvarður Ólafsson 3,5v/8
  • Haraldur Baldursson 2v/3
  • Lárus Knútsson 1v/2
  • Jónas Jónasson 1v/2

Fyrir Helli tefldu:

  • Sigurbjörn Björnsson 5,5v/12
  • Andri Grétarsson 6/12
  • Bragi Halldórsson 3v/12
  • Rúnar Berg 2,5v/8
  • Baldur A. Kristinsson 2v/11
  • Helgi Brynjarsson 1,5v/5
  • Hilmir Freyr Heimisson 0v/5
  • Ögmundur Kristinsson 0v/7

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband