Arnar Gunnarsson atskákmeistari Reykjavíkur - Vigfús Ó.Vigfússon atskákmeistari Hellis

Arnar Gunnarsson sigraði örugglega á atskákmóti Reykjavíkur sem haldið var 5. nóvember sl. Arnar steig varla feilspor í mótinu og vann allar skákir sínar sex að tölu. Arnar er því atskákmeistari Reykjavíkur 2012 og er þetta í fjórða sinn sem hann hampar titlinum. Annar varð Vigfús Ó. Vigfússon með 5v. Vigfús færði sér í nyt að stigahærri skákmönnum voru mislagðar hendur í nokkrum skákum og náði þannig eftir harða baráttu við þá sem ruddu honum brautina að sækja annað sætið. Jafnir í 3-5 sæti með 4,5v voru svo Einar Hjalti Jensson, Dagur Ragnarsson og Jóhann Helgi Sigurðarson. Vigfús er atskákmeistari Hellis 2012 sem efstur Hellismanna og er þetta í annað sinn sem hann fær þann titil en í fyrra skiptið var Arnar einnig sigurvegari mótsins.

Næsta skákkvöld í Hellisheimilinu verður næstkomandi mánudagskvöld 12. nóvember kl. 20. Þá verður hraðkvöld.

Lokastaðan á Atskákmóti Reykjavíkur:

 Röð  Nafn                             Vinn.   M-Buch. Buch. Progr.

  1   Arnar Gunnarsson,                 6        15.0  23.0   21.0
  2   Vigfús Ó. Vigfússon,              5        14.5  22.5   18.0
 3-5  Einar Hjalti Jensson,             4.5      16.0  24.0   16.5
      Dagur Ragnarsson,                 4.5      14.0  19.0   16.5
      Jóhann Helgi Sigurðsson,          4.5      13.5  21.0   16.0
 6-8  Örn Leó Jóhannsson,               4        17.5  25.5   16.0
      Jon Olav Fivelsted,               4        11.5  18.0   13.0
      Ingi Tandri Traustason,           4        10.5  16.0   13.0
9-13  Elsa María Kristínardóttir,       3.5      16.0  23.0   15.0
      Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 3.5      15.0  23.5   15.0
      Oliver Aron Jóhannesson,          3.5      13.0  19.5   12.5
      Þorvarður F. Ólafsson,            3.5      13.0  18.0   13.0
      Páll  Andrason,                   3.5      12.0  18.0   12.5
14-19 Gunnar Örn Haraldsson,            3        14.0  21.5   13.0
      Óskar Maggason,                   3        12.5  20.0   11.0
      Jóhanna Björg Jóhannsdóttir,      3        11.5  17.0   12.0
      Arsenij Zacharov,                 3        11.5  17.0   10.0
      Aðalsteinn Thorarensen,           3        10.0  16.0    8.0
      Jakob Alexander Petersen,         3        10.0  14.5    7.0
20-26 Dagur Kjartansson,                2        12.5  17.5    7.0
      Róbert Leó Jónsson,               2        12.0  18.0    8.0
      Pétur Jóhannesson,                2        11.0  17.0    6.0
      Andri Steinn Hilmarsson,          2        11.0  15.5    6.0
      Kristófer Jóel Jóhannesso,        2        10.5  15.5    8.0
      Alec Sigurðarson,                 2        10.0  15.0    6.0
      Árni Thoroddsen,                  2         7.5  12.0    5.0
27-28 Bjarni Þór Guðmundsson,           1.5      10.0  14.5    3.5
      Erik Daníel Jóhannesson,          1.5       9.0  13.0    4.5
 29   Björgvin Kristbergsson,           1        10.5  16.5    2.0

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband