Bárður Örn efstur á Hellisæfingu

Á barna- og unglingaæfingunni sem haldin var 25. febrúar sl. var teflt í  einum flokki, þar sem margir iðkendur voru fjarverandi vegna keppni á Reykjavík Open. Bárður Örn Birkirsson sigraði með 4,5 vinningum af 5 en bróðir hans Björn Hólm Birkisson hafnaði í öðru sæti með jafn marga vinninga en var örlítið lægri á stigum. Mikil barátta var um þriðja sætið, þar sem Sigurður Kjartansson bar sigur úr býtum eftir stigaútreiking, en hann var með þrjá vinninga, ásamt  Birgi Ívarssyni, Sindra Snæ Kristóferssyni, Stefán Orri Davíðssyni, Agli Úlfarssyni, Brynjari Bjarkasyni og  Þorsteini Emil Jónssyni.

Í æfingunni tóku þátt: Bárður Örn Birkirsson, Björn Hólm Birkisson, Sigurður Kjartansson, Birgir Ívarsson, Brynjar Bjarkason, Sindri Snær Kristófersson, Stefán Orri Davíðsson, Stefán Karl Stefánsson, Ívar Andri Hannesson, Þorsteinn Emil Jónsson, Birgir Logi Steinþórsson, Egill Úlfarsson, Halldór Atli Kristjánsson,Tinni Teitsson,  og Ólafur Steinn Ketilbjörnsson.

Næsta æfing verður haldin mánudaginn 4. febrúar og hefst kl. 17:15, en hún verður með nýju sniði, þar sem hún verður einungis fyrir félagsmenn í Taflfélaginu Helli þar sem unnið verður í litlum verkefnahópum að ólíkum æfingum ásamt því að tefla. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband