Felix og Egill efstir á Hellisæfingu

Æfingin sem haldin var 8. apríl sl. var tvískipt.  Í fyrri hlutanum var skipt í nokkra hópa. Þeir sem lengst eru komnir æfðu sig í að máta með biskup og riddara. Næstu hópar æfðu sig í spánska leiknum og fyrir þá sem höfðu minnsta reynslu var farið í mát með drottningu, tveimur hrókum og svo hrók auk þess sem litið var á andspænið. Eftir að þátttakendur höfðu gætt sér á pizzum um miðja æfinguna var skipt um gír og tekið til við að tefla. Þar sem æfingin var hálfnuð þurfti að láta 4 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma nægja. Teflt var í tveimur flokkum og voru þrír efstir jafnir með 3v í eldri flokki en það voru Felix Steinþórsson, Birgir Ívarsson og Dawid Kolka. Eftir tvöfaldan stigútreikning og innbyrðis viðureign var Felix úrskurðaður sigurvegari og Birgir Ívarsson í öðru sæti og Dawid Kolka í því þriðja. Í yngri flokki var Egill Úlfarsson efstur með 3,5v og er þetta í fyrsta sinn sem hann vinnur yngri flokki. Hann fær því að spreyta sig í eldri flokknum næst þegar skipt verður. Annar var Stefán Karl Stefánsson með 3v og þriðji Axel Óli Sigurjónsson með 2,5v.

Í æfingunni tóku þátt: Felix Steinþórsson, Birgir Ívarsson, Dawid Kolka, Oddur Þór Unnsteinsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Sigurður Kjartansson, Heimir Páll Ragnarsson, Halldór Atli Kristjánsson, Egill Úlfarsson, Stefán Karl Stefánsson, Axel Óli Sigurjónsson, Tinni Teitsson, Birgir Logi Steinþórsson, Sindri Snær Kristófersson, Stefán Orri Davíðsson, Ívar Andri Hannesson, Baltasar Máni Wetholm og Adam Omarsson.

Næsta æfing verður svo mánudaginn 15 apríl nk. og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband