23.8.2013 | 22:24
Hellismenn sigruðu í skemmtilegri viðureign við Vinaskákfélagið
Æsispennandi viðureignir framundan í 8 liða úrslitum.
Hellismenn báru sigurorð af liðsmönnum Vinaskákfélagsins í Hraðskákkeppni taflfélaga í bráðskemmtilegri viðureign sem fram fór á heimavelli Hellis á þriðjudagskvöldið. Hjörvar Steinn Grétarsson leiddi sveit Hellis, sem skartaði alls fjórum landsliðsmönnum.
Hellir byrjaði með látum og sigraði í fyrstu umferð með 4,5 vinningi gegn 1,5 en Vinaskákfélagið beit hressilega frá sér í næstu umferðum. Róbert Lagerman forseti félagsins fór fyrir sínum mönnum og sigraði í skák eftir skák. Fleiri sýndu góða takta, en Hellismenn sigu jafnt og þétt fram úr og leiddu í hálfleik með 21,5 vinningi gegn 14,5.
Seinni hálfleikur þróaðist með svipuðum hætti og þegar upp var staðið höfðu Hellismenn sigur með 43,5 vinningi gegn 28,5.
Hjörvar Steinn sýndi afhverju hann er efnilegasti skákmaður Íslands og hlaut 9 vinninga af 9 mögulegum. Kempan Bragi Halldórsson fékk 8 af 12, Gunnar Björnsson 7 af 12, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 5 af 10, og þær Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Elsa María Kristínardóttir fengu báðar 6 vinninga af 12. Hinn ungi og vaski Felix Steinþórsson fékk 1,5 vinning af 3 og Vigfús Vigfússon formaður Hellis 1 af 2.
Róbert fór mikinn og rakaði saman 9,5 vinningi í 11 skákum, Sævar Bjarnason fékk 4 af 10, Ingi Tandri Traustason 5,5 af 11, Arnljótur Sigurðsson 4 af 8, Hrannar Jónsson 2,5 af 11, Aron Ingi Óskarsson 1,5 af 8, Hrafn Jökulsson 1 af 2 og Hörður Jónasson 0,5 af 1, en þeir Jorge Fonseca og Hjálmar Sigurvaldason komust ekki á blað að þessu sinni.
Viðureignin var í alla staði hin skemmtilegasta og öllum til sóma. Í leikslok tók Róbert að sér að draga í 8 liða úrslit keppninnar, og ljóst að spennandi viðureignir eru framundan:
Hellir -- Goðinn-Mátar
Skákfélag Íslands -- Víkingaklúbburinn
Skákfélag Akureyrar -- Briddsfjelagið
Bolungavík -- Taflfélag Vestmannaeyja
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 83480
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.