Álfhólsskóli Norðulandameistari barnaskólasveita

Alfholsskoli[1]Skáksveit Álfhólsskóla varð um síðustu helgi Norðurlandameistari barnaskólasveita í móti sem fram fór í Helsinki. Sveitin hlaut 15 af 20 vinningum. Í öðru sæti varð sveit Noregs og Danir náðu 3. sætinu.

Mótið var mjög spennandi og úrslit fengust ekki fyrr en í síðustu skákum síðustu umferðar. Eftir hæga byrjun í upphafi móts þar sem Álfhólsskóli gerði jafntefli 2-2 í 1. og 2. umferð mótsins við sveitir Noregs og Finnlands þá kost sveitin á flug og raðaði inn vinningunum þannig að það tapaðist bara einn vinningur það sem eftir var mótsins. Sveitin vann sveit Dana 3-1 í 3. umferð, þar sem Dawid Kolka vann stigahæsta mann mótsins Tobias Dreisler en á þeim er tæplega 300 stiga munur. Í lokaumferðunum unnust 4-0 sigrar á bæði B sveit Finna og sveit Svía 4 -0 sem nægði Álfhólsskóla til að komast upp fyrir norsku og dönsku sveitina á lokasprettinum.  

Skáksveit Álfhólskóla skipuðu:

1. borð Dawid Kolka (4 vinninga af 5)

2. borð Felix Steinþórsson (4.5 vinninga af 5)

3. borð Guðmundur Agnar Bragason (3 vinninga af 5)

4. borð Oddur Þór Unnsteinsson (3.5 vinningar af 5)

Halldór Atli Kristjánsson var varamaður. Liðsstjóri liðsins og þjálfari er Lenka Ptácníková landsliðskona og stórmeistari kvenna. Þeir Dawid, Felix, Oddur Þór og Halldór Atli eru allir félagsmenn í Taflfélaginu Helli og Guðmundur Agnar er í TR. Taflfélagið Hellir óskar þeim öllum til hamingju með glæsilegan árangur .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband