Goðinn-Mátar og Hellir sameinast

Á félagsfundi Taflfélagsins Hellis í dag var samþykkt að Goðinn-Mátar og Hellis sameinuðust í eitt félag Skákfélagið GM Hellir skv. samrunasamningi sem lagður var fram á fundinum. Líflegar umræður voru á fundinum um samninginn og skákmálefni en fram kom vilji fundarmann að ná fram markmiðum með sameiningunni.

Samkvæmt samningnum renna Hellir og Goðinn Mátar saman í nýtt félag sem mun fá heitið „Skákfélagið GM Hellir“ sem stendur fyrir "Goðinn, Mátar og Hellir". Á næsta ári yrði tekin ákvörðun um endanlega nafngift félagsins.

Hið sameinaða félag verður starfrækt á tveimur svæðum, norðursvæði og suðursvæði. Á norðursvæði verða höfuðstöðvar GM Hellis í Þingeyjarsýslu og aðal stafsvettvangur Þingeyjarsýsla og nágrenni.  Á suðursvæði verða höfuðstöðvar félagsins í Reykjavík og aðal starfsvettvangur Reykjavík og nágrenni. Formaður GM Hellis verður Hermann Aðalsteinsson og varaformaður Vigfús Vigfússon. Aðrir í starfsstjórn félagsins fram að aðalfundi 2014 verða Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Jón Þorvaldsson, Pálmi Ragnar Pétursson, Sigurbjörn Ásmundsson, Steinþór Baldursson og Magnús Teitsson

Meðal helstu markmiða með samrunanum eru:

Öflugt skákfélag

Nýja félagið verður eitt öflugasta skákfélag landsins þar sem jafnframt verður hlúð að ólíkum þörfum félagsmanna í skáklegu tilliti. Traustur bakgrunnur beggja félaga og augljós samlegðaráhrif, ásamt sterkum félagaskrám og góðum liðsanda, munu tryggja að þetta nái fram að ganga. Jafnframt er vilji til að félagið leggi sitt af mörkum til nýsköpunar og framþróunar í íslenskum skákheimi.

Efling ungmennastarfs

Með öflugu ungmennastarfi er lagður grunnur að framtíð félagsins. Gróskumikið ungmennastarf Hellis á suðursvæði sem á sér sterkt bakland í Breiðholtinu og víðar leggst vel að þessu markmiði. Ungmennastarfið á norðursvæði, sem þegar er komið á góðan rekspöl, mun einnig styrkjast. Aðilar stefna að því að tryggja öflugt ungmennastarf á báðum starfssvæðum, m.a. með samstarfi um kennslu og samnýtingu kennsluefnis en bæði félögin búa yfir mjög færum kennurum á þessu sviði. Með tengingu við öflugt starf á meistaraflokksstigi mun ungmennastarfið styrkjast enn frekar. Aðilar eru sammála um að stofna barna- og unglingaráð sem fær það hlutverk að annast útfærslu þessara markmiða.

Styrking afreks- og fullorðinsstarfs

Aðilar eru sammála um að auka enn frekar tækifæri fullorðinna félagsmanna til skákiðkunar og þátttöku í félagsstarfi. Hér gegnir lykilhlutverki sterkur grunnur GM varðandi utanumhald um skákiðkun á meistaraflokksstigi og þátttöku þeirra í mótum, þ.m.t. Íslandsmóti skákfélaga. Aðilar eru sammála um að koma á laggirnar meistaraflokksráði sem fær það hlutverk að annast útfærslu þessara markmiða.

Efling mótahalds

Aðilar eru sammála um að styrkja enn frekar mótahald á báðum starfssvæðum nýja félagsins. Verður þar m.a. unnið að því að standa fyrir alþjóðlegum mótum og fitja upp á fleiri nýjungum í mótahaldi, ásamt því að efla þau mót sem þegar eru á dagskrá, svo sem Framsýnarmótið, Gestamót GM, Meistaramót Hellis og Unglingameistaramót Hellis. Jafnframt stendur metnaður félagsins til að taka þátt í Evrópumóti taflfélaga. Áhersla verður lögð á að auka aðgengi ungmenna félagsins að heppilegum kappskákmótum. Aðilar eru sammála um að stofna sérstaka mótanefnd sem fær það hlutverk að annast útfærslu þessara markmiða.

Styrking félagstarfs

Aðilar eru sammála um að tryggja að félagsmönnum standi til boða aðgengi að fjölbreyttum tækifærum til að iðka skák, fræðast um hana í gegnum öflugt félagsstarf og taka framförum. Einnig er afar mikilvægt að eiga kost á því að njóta skemmtilegs samneytis í góðum hópi. Markmiðið er að með aðild að félaginu upplifi félagsmenn sig njóta forréttinda með þátttöku í starfseminni. Þannig verður hagur félagsins til langframa best tryggður.

Efling kvennastarfs

Sérstök áhersla verður á að byggja upp kvennaskák hjá félaginu og styðja viðhana. Hér skiptir miklu máli að kvennalið Hellis er þegar öflugt. Á þessu má því byggja - því er það markmið félagsins að laða stúlkur, bæði sunnan heiða og norðan, til þessarar skemmtilegu og þroskandi hugaríþróttar. Það er verðugt markmið að leiðrétta þá slagsíðu á þátttöku kynjanna í skák sem fyrir hendi er. Aðilar eru sammála um að stofna sérstakt kvennaskákráð sem fær það hlutverk að annast útfærslu þessara markmiða.

Með þessum samruna verður til öflugt skákfélag sem mun vinna að enn frekari útbreiðslu skáklistarinnar. Áhersla verður lögð á markvisst barna- og unglingastarf á skemmtilegum nótum ásamt því að slá öflugum ramma um skákiðkun fullorðinna, jafnt afreks- sem áhugamanna. Félagið mun leggja sig fram um að laða til leiks lítt virka skákunnendur af báðum kynjum og skapa aþeim aðstöðu til að njóta þess að tefla saman í góðum hópi. Byggt verður á sáttmála félaganna um gagnkvæma virðingu, góðan starfsanda og vilja til að ná árangri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband