Hjörvar Steinn stórmeistari í skák

Hjörvar Steinn Grétarsson (2505) náði síðasta áfanganum að stórmeistaratitli þegar hann vann makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac (2423) í sjöundu og síðustu umferð EM taflfélaga sem lauk á Ródos á laugardaginn 26. október. Hjörvar hlaut 5 vinninga í 7 skákum og samsvaraði árangur hans 2607 skákstigum.

Hjörvar Steinn verður þar með þrettándi íslenski stórmeistarinn.

Áður hafði hann náð stórmeistaraáfanga á EM landsliða í Porto Carras árið 2011. Hjörvar verður formlega útnefndur stórmeistari af hálfu FIDE á næstu vikum.

Hjörvar Steinn byrjaði sjö ára að tefla á æfingum hjá Taflfélaginu Helli og hefur verið þar nánast allan sinn feril. Snemma varð ljóst að þar var mikið efni á ferð auk þess sem Hjörvar Steinn var tilbúinn að leggja á sig töluverða vinnu til að ná markmiðum sínum. Eftir að hann varð Norðurlandameistari 10 ára og yngri, var markmiðið sett á stórmeistaratitilinn. Í því skyni var gerður styrktarsamningur við Kaupþing banka um að styrkja verkefnið. Þótt sá samningur yrði nokkuð endasleppur vegna falls íslensku bankanna nýttust þeir fjármunir vel til að mæta þjálfunarkostnaði og hluta af ferðakostnaði á mót erlendis.

Hjörvar hlaut snemma dýrmæta reynslu á alþjóðlegum skákmótum sem Taflfélagið Hellir hélt í samstarfi við Kaupþing banka og Fiskmarkaðinn auk þátttöku með félaginu í Evrópukeppni taflfélaga. Einnig er Hjörvar Steinn reynslunni ríkari af keppni með íslenska landsliðinu í skák og af þátttöku í alþjóðlegum skákmótum hér heima og erlendis. 

Vissulega hafa fleiri komið að þessu vel heppnaða verkefni eins og Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands, og starfsmenn hans sem eiga miklar þakkir skildar. Einnig leiddi Hjörvar Steinn skáksveit Rimaskóla þegar sigurganga sveitarinn hófst en í Rimaskóla hefur í meira en áratug verið verið öflugt skákstarf undir forystu Helga Árnasonar skólastjóra. Allt þetta mikla starf skilaði sér að lokum með því að tilsett markmið náðist með glæsilegum lokahnykk.

Langt er um liðið síðan við Íslendingar eignuðumst stórmeistara á þessum aldri og vonandi verður biðin ekki jafnlöng eftir þeim næsta. Þeim sem stefna að sama markmiði og Hjörvar Steinn er hollt að hafa í huga að þetta er ekki auðvelt verk og það má aldrei missa sjónar á markmiðinu þótt ýmsar hindranir verði á veginum. Góðir hlutir gerast ekki af sjálfu sér heldur þarf að vinna að þeim. Árangur í skák er aldrei tilviljun.

Skákfélagið GM Hellir óskar Hjörvari Steini innilega til hamingju með titilinn og hvetur hann til frekari dáða við taflborðið í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband