Hilmir Freyr unglingameistari GM Hellis

IMG_1854

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á jöfnu og skemmtilegu unglingameistaramóti GM Hellis sem lauk á þriðjudag. Vignir Vatnar fékk 6½ vinning í sjö skákum og það var Veronika Steinunn Magnúsdóttir sem náði jafntefli. Aðrar skákir vann Vignir Vatnar og gilti þá einu þótt hann stæði einhverju sinni IMG_1804höllum fæti um tíma; þá landaði hann sigri með keppnishörkunni og vann að lokum sanngjarnan sigur á mótinu.

Annar varð Hilmir Freyr Heimisson með 6 vinninga, sem er sami vinningafjöldi og dugði honum til sigurs í mótinu í fyrra. Hilmir Freyr, sem býr á Patreksfirði, gerði sér sérstaka ferð í bæinn til að taka þátt í mótinu og verja titilinn sem hann vann í fyrra. Það tókst, því Hilmir Freyr var efstur félagsmanna í GM Helli og er því unglingameistari félagsins. Þriðji varð Dawid Kolka með 5 vinninga. Hann vann mótið fyrir tveimur árum en var í skólaferðalagi í fyrra og átti þess ekki kost að verja titilinn þá. Núna vantaði herslumuninn til að ná lengra þótt vissulega hafi tækifæri boðist til þess í mótinu.

Vignir Vatnar og Hilmir Freyr voru einnig í tveimur efstu sætum í flokki 12 ára og yngri en þar náði Mikhael Kravchuk þriðja sætinu eftir mikinn stigaútreikning þar sem hann var hálfu stigi hærri en Óskar Víkingur Davíðsson í öðrum stigaútreikningi.

IMG_1837Næsti stórmeistari landsins, Hjörvar Steinn Grétarsson, heilsaði upp á keppendur í fimmtu og sjöttu umferð og tók við viðurkenningu frá félaginu. Hjörvar Steinn er líka sá sem oftast hefur orðið unglingameistari félagsins, fimm sinnum. Á þessu móti voru hins vegar keppendur sem eiga möguleika á að ná þeim árangri. Það fór síðan vel á því að Hjörvar Steinn léki fyrsta leiknum fyrir lærisvein sinn Vigni Vatnar í skák við Mikhael Kravchuk í 6. umferð. Sennilega er Hjörvar Steinn samt vanari því að aðrir fái það hlutverk að leika fyrsta leiknum fyrir hann.

Mótshaldið tókst vel og allir keppendur sem hófu mótið luku því, sem er ekki sjálfgefið í tveggja daga móti, með 20 mínútur í umhugsunartíma og marga unga þátttakendur. Allir stóðu þeir sig með prýði og tefldu af áhuga og þá ekki sísti yngstu keppendurnir Adam Omarsson sem er fæddur 2007 og Kristófer Jökull Jóhannsson sem er fæddur 2008.

Lokastaðan:

1. Vignir Vatnar Stefánsson                   6½ v./7

2. Hilmir Freyr Heimisson                       6 v.

3. Dawid Kolka                                       5 v.

4. Veronika Steinunn Magnúsdóttir       4½ v.

5. Birgir Ívarsson                                   4½ v.

6. Mikhael Kravchuk                              4 v. (24½; 28)

7. Óskar Víkingur Davíðsson                 4 v. (24½; 27½)

8. Alec Elías Sigurðarson                       4 v. (23; 26½)

9. Stefán Orri Davíðsson                       4 v. (23; 26)

10. Halldór Atli Kristjánsson                  4 v. (20)

11. Róbert Luu                                      4 v. (18)

12. Heimir Páll Ragnarsson                   3½ v.

13. Oddur Þór Unnsteinsson                 3 v.

14. Sindri Snær Kristófersson                3 v.

15. Óttar Örn Bergmann Sigfússon        3 v.

16. Ívar Andri Hannesson                      3 v.

17. Adam Omarsson                              3 v.

18. Brynjar Haraldsson                          2 v.

19. Egill Úlfarsson                                  2 v.

20. Kristófer Eggert Arnarson                2 v.

21. Kristófer Jökull Jóhannsson             1 v.

 

Myndir frá mótinu má finna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband