26.11.2017 | 03:17
Óttar Örn vann eldri flokkinn og Guðjón Ben yngri flokkinn á Huginsæfingu
Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa voru efstir og jafnir í eldri flokki með 5v af sex mögulegum á æfingu sem haldin var í Mjóddinni þann 20. nóvember sl. Báðir fenguð þeir 4v af fimm út úr skákunum og leystu dæmi æfingarinnar rétt. Óttar tapaði fyrir Einari Degi Brynjarssyni í annarri umferð en vann svo Rayan í fjórðu umferð og náði honum þar með að vinningum og efst sætinu á stigum í lokin. Elfar Ingi Þorsteinsson og Garðar Már Einarsson komu næstir báðir með 4v. Eftir tvöfaldan stigaútreikning varð Elfar Ingi í þriðja sætti og Garðar fjórði.
Í yngri flokki voru einnig tveir efstir og jafnir með 4v af fimm en það voru Guðjón Ben Guðmundsson og Árni Benediktsson. Framvindan var svipuð og í eldri flokknum. Árni tapaði fyrrir Brynjólfi Yan Brynjólfssyni í annarri umferð og vann svo Guðjón í fjórðu umferð. Guðjón hafði hins vegar betur í stigaútreikningnum í lokin og hreppti fyrsta sætið og Árni varð annar. Brynjólfur Yan var svo þriðji með 3,5v.
Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Elfar Ingi Þorsteinsson, Garðar Már Einarsson, Einar Dagur Brynjarsson, Ívar Örn Lúðvíksson, Viktor Már Guðmundsson, Andri Hrannar Elvarsson, Guðjón Ben Guðmundsson, Árni Benediktsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Andri Sigurbjörnsson, Kiril Alexander Igorsson, Eythan Már Einarsson, Wihbet Goitom Haile og Lemuel Haile.
Næsta æfing verður mánudaginn 27. nóvember 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.
Meginflokkur: Skák | Aukaflokkur: Unglingastarfsemi | Breytt 1.12.2017 kl. 22:47 | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.