Birgir Logi sigraði á Huginsæfingu

20171211_185145Birgir Logi Steinþórsson sigraði með fullu húsi á æfingu sem haldin var þann 11. desember sl. Birgir Logi fékk 5v í jafn mörgum skákum og svei mér þá ef þett er ekki bara í fyrsta sinn sem Birgir Logi vinnu þessar æfingar. Engu dæmi þurfti að skila á þessari æfingu en í staðinn skoðuðu þátttakendur saman tvö dæmi um leppanir. Í öðru sæti var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 4v. Síðan komu þrír keppendur með 3v en það voru Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson og Árni Benediktsson. Þarna var Rayan fremstur á stigum og hlaut þriðja sætið. 

 

20171211_185036Veitt voru sérstök stúlknaverðlaun á æfingunni og þar varð Bergþóra Helga Gunnarsdóttir fyrst, Wiktoria Momuntjuk önnur og Gabriella Veitonite þriðja.

Í æfingunni tóku þátt: Birgir Logi Steinþórsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Árni Benediktsson, Bergþóra Helga Gunnarsdótttir, Sigurður Sveinn Guðjónsson, Andri Sigurbjörnsson, Wiktoria Momuntjuk og Gabriella Weitonite.

Nú verður gert hlé á æfingunum fram yfir áramót. Næsta æfing verður á nýju ári mánudaginn 8. janúar 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband