Baltasar, Gunnar Erik og Ísak Orri komust áfram í úrslit Reykjavík Barna-Blitz

20180226_190425Síðasta mánudagsæfing Hugins sem fram fór 26. febrúar sl. var ekki hefðbundin æfing heldur jafnframt ein af undankeppnum fyrir Reykjavík Barna-Blitz. Þrír efstu á mótinu gátu tryggt sér þátttöku í úrslitum Reykjavík Barna-Blitz sem verður 11. mars nk. í Hörpunni samhliða Reykjavíkurskákmótinu.

23 keppendur mætttu til leiks og háðu jafna og spennandi keppni um hin eftirsóttu þrjú sæti. Að lokum stóð Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson einn efstur með 5,5v af sex mögulegum. Annar var Gunnar Erik Guðmundsson með 5v. Efstu tveir tefldu ekki saman því tapið hjá Gunnari Erik kom strax í fyrstu umferð gegn Einari Degi Brynjarssyni og svo vann hann rest. Þriðji var Ísak Orri Karlsson með 4,5v. Ísak Orri og Baltasar fylgdust að fram í síðustu umferð og gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign í fjórðu umferð og voru öruggir áfram fyrir síðustu umferð. Ísak Orri fékk Gunnar Erik í lokaumferðinni og mátti Gunnar Erik ekki tapa viðureigninni til að missa ekki af lestinni. Á meðan fékk Baltasar Rayan Sharifa sem var kominn í úrslit Barna-Blitz með vaskri framgöngu í undankeppninni hjá Víkingaklúbbnum. Gunnar Erik lagði Ísak Orra og Baltasar vann Rayan og þar með var Baltasar, Gunnar Erik og Ísak Orri komnir áfram.

Næsta mánudagsæfing Hugins verð hefðbundin og verður haldin mánudaginn 5. mars nk. og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er upp á þriðju hæð.

Lokastaðan í chess-results:

 

Nú hafa Huginn, Taflfélag Reykjavíkur og Víkingaklúbburinn haldið undanrásir sínar. Áfram eru komnir: Óskar Víkingur Davíðsson, Ryan Sharifa, Benedikt Þórisson, Róbert Luu, Stefán Orri Davíðsson, Benedikt Briem, Baltasar Máni Wedholm, Gunnar Erik Guðmundsson og Ísak Orri Karlsson.

 

Undanrásir hjá Breiðablik fara fram sunnudaginn 4. mars klukkan 13:00 í Skákstúkunni við Breiðabliksvöll. Tveir efstu öðlast sæti í úrslitum.

Undanrásir hjá Fjölni fara fram miðvikudaginn 7. mars klukkan 16:30 í Rimaskóla. Þrír efstu öðlast sæti í úrslitum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband