Lenka efst með fullt hús eftir sigur á Hjörvari

Hjörvar-LenkaGunnar Björnsson skrifar: 

Lenka Ptácníková (2290) sigraði Hjörvar Stein Grétarsson (2156) í þriðju umferð Fiskmarkaðsmótsins, sem fram fór í kvöld í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12, og leiðir með fullu húsi og virðist til alls líkleg á mótinu.  Bragi Þorfinnsson (2384), virðist einnig vera í hörkuformi, og vann öruggan sigur á stigahæsta keppendanum, Egyptanum Walaa Sarwat (2397), og er annar með 2,5 vinning.  Sarwat er þriðji með 2 vinninga.

Björn Þorfinnsson (2348) sigraði Omar Salama (2194) þar sem hann síðarnefndi krafðist jafntefli.  Eftir rannsókn skákstjórans, Andra Grétarssonar, kom í ljós að sú krafa var ekki á rökum reist þar sem Björn hafði drepið peð þegar þeir voru að endurtaka leiki og návkæmlega sama staðan hafði því ekki komið upp þrisvar sinnum.   Nokkrum leikjum síðar mátti Omar gefast upp.

Pólverjinn Misiuga (2153) veiddi Ingvar Þór Jóhannesson (2299) í lymskulega mátgildru og hafði sigur.  Sævar Bjarnason (2262) hafði vænlega stöðu gegn  Fonseca (2085), en Spánverjinn, sem starfar hjá Kaupþingi tímabundið, var seigur og hélt jafntefli.

Björn Þorfinnsson á örugglega eftir að gera betri grein fyrir umferðinni síðar í kvöld.

Fjórða umferð fer fram á morgun og hefst kl. 11.  Þá mætast m.a. hjónin Omar og Lenka.  Verður eiginmaðurinn fyrsti maðurinn til stöðva sigurgöngu Lenku?  Þá mætast einnig m.a. Björn-Sarwat og Hjörvar-Ingvar Þór.  

Stóra spurning morgundagsins er hins vegar.  Bakar Bjössi vöfflur fyrir umferðina?      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband