22.6.2007 | 21:55
Lenka efst með fullt hús eftir sigur á Hjörvari
Lenka Ptácníková (2290) sigraði Hjörvar Stein Grétarsson (2156) í þriðju umferð Fiskmarkaðsmótsins, sem fram fór í kvöld í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12, og leiðir með fullu húsi og virðist til alls líkleg á mótinu. Bragi Þorfinnsson (2384), virðist einnig vera í hörkuformi, og vann öruggan sigur á stigahæsta keppendanum, Egyptanum Walaa Sarwat (2397), og er annar með 2,5 vinning. Sarwat er þriðji með 2 vinninga.
Björn Þorfinnsson (2348) sigraði Omar Salama (2194) þar sem hann síðarnefndi krafðist jafntefli. Eftir rannsókn skákstjórans, Andra Grétarssonar, kom í ljós að sú krafa var ekki á rökum reist þar sem Björn hafði drepið peð þegar þeir voru að endurtaka leiki og návkæmlega sama staðan hafði því ekki komið upp þrisvar sinnum. Nokkrum leikjum síðar mátti Omar gefast upp.
Pólverjinn Misiuga (2153) veiddi Ingvar Þór Jóhannesson (2299) í lymskulega mátgildru og hafði sigur. Sævar Bjarnason (2262) hafði vænlega stöðu gegn Fonseca (2085), en Spánverjinn, sem starfar hjá Kaupþingi tímabundið, var seigur og hélt jafntefli.
Björn Þorfinnsson á örugglega eftir að gera betri grein fyrir umferðinni síðar í kvöld.
Fjórða umferð fer fram á morgun og hefst kl. 11. Þá mætast m.a. hjónin Omar og Lenka. Verður eiginmaðurinn fyrsti maðurinn til stöðva sigurgöngu Lenku? Þá mætast einnig m.a. Björn-Sarwat og Hjörvar-Ingvar Þór.
Stóra spurning morgundagsins er hins vegar. Bakar Bjössi vöfflur fyrir umferðina?
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.