Lenka og Bragi efst!

Bragi-FonsecaGunnar Björnsson skrifar: 

Lenka Ptácníková og Bragi Þorfinnsson er efst á Fiskmarkaðsmóti Hellis með 3,5 vinning að lokinni fjórðu umferð, sem var að klárast.  Lenka gerði örjafntefli við eiginmann sinn, Omar Salama, en Bragi sigraði Spánverjann Fonseca. 

Hjörvar Steinn Grétarsson, mætti vopnaður Man. Utd.-treyju og það dugði vel, því hann sigraði "mentorinn" Ingvar Þór Jóhannesson og er í 3.-5. sæti, með 2,5 vinning, ásamt Egyptanum Walaa Sarwat, sem hélt jafntefli á móti Birni Þorfinnssyni og Pólverjanum Andrezj Misiuga, sem vann nú Sævar Bjarnason, og ætti greinilega að leggja fyrir meira en bankastörf, svo vitnað sé í grein Helga Ólafsson í Morgunblaðinu í morgun! Misiuga er reyndar ekki bankastarfsmaður!

Annars má nálgast úrslit, stöðu, stigaútreikninga o.þ.h. á vinstri hluta síðunnar, undir "tenglar".   

Fimmta umferð hefst kl. 17 og ljóst að Sarwat og Bjössi fá litla hvíld en skák þeirra er nýlokið.  Í umferðinni mætast m.a. Bragi-Misiuga, Lenka-Björn og Sævar-Hjörvar.

Enn bólar ekkert á vöfflunum hans Björns.  Eru loforð Björns alveg innantóm framsóknarloforð:  Árangur enginn, algjört stopp?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband