24.6.2007 | 19:39
Bragi með vinnings forskot eftir jafntefli gegn Hjörvari
Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson hélt jafntefli gegn Hjörvari Steini Grétarssyni í sjöttu umferð Fiskmarkaðsmótsins, sem fram fór í dag. Bragi leiðir og hefur 5 vinninga. Í 2.-3. sæti eru Björn bróðir hans, sem sigraði Spánverjann Fonseca í hörkuskák, þar sem Spánverjinn fórnaði manni, og egypski alþjóðlegi meistarinn Walaa Sarwat sem gerði jafntefli við Pólverjann Misiuga í 120 leikja skák!
Misiuga virtist lengi vel ætla að hafa Egyptann og var lengi peði yfir. Hann virðist svo hafa leikið af sér manni í biskupaendatafli en var seigur og hélt jafntefli.
Ingvar Þór Jóhannesson tefldi "flóðhestinn" gegn Lenku en staðan sprakk út á réttum tíma og Ingvar vann góðan sigur.
Omar og Sævar gerðu stutt jafntefli.
Sjöunda umferð fer fram á morgun og hefst kl. 17. Þá mætast m.a. Bragi-Omar, Ingvar-Björn og Sarwat-Hjörvar. Björn hefur ennþá von um áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en til þess þarf hann að vinna allar skákirnar sem eftir eru.
Hjörvar hefur staðið sig best stigalega það sem af er mótið, en hefur 24 stig í plús, Misiuga kemur næstur með 17 stig og Bragi þriðji með 9 stig.
Úrslit, stöðu og stigaútreikninga má finna til vinstri, undir tenglar.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.