25.6.2007 | 21:56
Dramatísk umferð
Sjöunda umferð Fiskmarkaðsmótsins var tefld í kvöld og er óhætt að segja að hún hafi verið sú mest spennandi til þessa og dramatísk í þokkabót Bragi Þorfinnsson tapaði sinni fyrstu skák er hann gleymdi sér og féll á tíma gegn Omari Salama. Hjörvar Steinn Grétarsson fórnaði og fórnaði gegn hinum egypska Sarwat en mátti sætta við tap í skák sem var æsispennandi. Fróðlegt verður að sjá þá skák í meðförum Fritz.
Björn Þorfinnsson lagði allt undir gegn Ingvari Þór Jóhannessyni og virtist ætla að hafa sigur en lukkudísirnar ákváðu að nú væri tími Ingvars runninn upp, sem vann sína þriðju skák í röð. Sú skák var ekki síður spennandi en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fylgdust margir tímahraksbarningnum .
Misiuga vann auðveldan sigur á Fonseca og Lenka vann Sævar.
Bragi og Sarwat eru efstir með 5 vinninga og Lenka er í þriðja sæti með 4,5 vinning.
Áttunda og næstsíðasta umferð verður tefld á morgun og þá mætast m.a.: Lenka-Bragi, Omar-Sarwat og Ingvar-Sævar.
Taflið hefst kl. 17 og teflt er í Skákskólanum, Faxafeni 12. Boðið verður upp á tékkneskar veitingar á morgun og í lokaumferðinni verður boðið upp á kínverskar veitingar!
Svo eftir mótið er það...............................ræktin
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.