Bragi í forystu!

Lenka og BrfagiBragi Þorfinnsson sigraði Lenku Ptácníkovu í áttundu og næstsíðustu umferð Fiskmarkaðsmóti Hellis og er einn efstur með 6 vinninga því helsti andstæðingur hans egypski alþjóðlegi meistarinn gerði jafntefli við landa sinn Omar Salama og er annar með 5,5 vinning.  Í 3.-4. sæti eru Björn Þorfinnsson sem sigraði "okkar mann í TR" og Ingvar Þór Jóhannesson sem lagði Sævar Bjarnason.  Ingvar hefur unnið fjórar skákir í röð!

Hinn ungi og efnilegi Hjörvar Steinn Grétarsson, sem sigraði Spánverjann Fonseca, og Lenka eru í 5.-6. sæti með 4,5 vinning.

Hörkuumferð verður á morgun en þá mætast m.a Bragi-Ingvar, Sarwat-Lenka og Sævar-Björn.  Hjörvar teflir við Misiuga.  

Athyglisvert er að skoða tölfræði frá mótinu.  Hjörvar hefur hækkað um heil 27 stig og Misiuga um 20 stig.  Þessir tveir skera sig nokkuð úr.  Omar er næstur með 7 stig.  Mikil barátta hefur verið á mótinu og hafa aðeins 3 stutt jafntefli átt sér stað.  Í einu tilfelli voru það bræður, í öðru hjón og það þriðja í skák Omars og Sævars.

Aðeins 11 skákum af 40 hefur lokið með jafntefli.  Af þeim 29 sem hafa unnið hafa 16 unnist á hvítt og 13 á svart!  Vinningshlutfall hvíts er því 54%.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband