26.6.2007 | 21:54
Bragi í forystu!
Bragi Þorfinnsson sigraði Lenku Ptácníkovu í áttundu og næstsíðustu umferð Fiskmarkaðsmóti Hellis og er einn efstur með 6 vinninga því helsti andstæðingur hans egypski alþjóðlegi meistarinn gerði jafntefli við landa sinn Omar Salama og er annar með 5,5 vinning. Í 3.-4. sæti eru Björn Þorfinnsson sem sigraði "okkar mann í TR" og Ingvar Þór Jóhannesson sem lagði Sævar Bjarnason. Ingvar hefur unnið fjórar skákir í röð!
Hinn ungi og efnilegi Hjörvar Steinn Grétarsson, sem sigraði Spánverjann Fonseca, og Lenka eru í 5.-6. sæti með 4,5 vinning.
Hörkuumferð verður á morgun en þá mætast m.a Bragi-Ingvar, Sarwat-Lenka og Sævar-Björn. Hjörvar teflir við Misiuga.
Athyglisvert er að skoða tölfræði frá mótinu. Hjörvar hefur hækkað um heil 27 stig og Misiuga um 20 stig. Þessir tveir skera sig nokkuð úr. Omar er næstur með 7 stig. Mikil barátta hefur verið á mótinu og hafa aðeins 3 stutt jafntefli átt sér stað. Í einu tilfelli voru það bræður, í öðru hjón og það þriðja í skák Omars og Sævars.
Aðeins 11 skákum af 40 hefur lokið með jafntefli. Af þeim 29 sem hafa unnið hafa 16 unnist á hvítt og 13 á svart! Vinningshlutfall hvíts er því 54%.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 30.6.2007 kl. 07:41 | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.