10.3.2004 | 00:00
Spurt og svarað um netskák
Hvernig gengur maður í ICC?
- Þeir sem þegar eru meðlimir í ICC geta farið beint í næsta kafla (Hvernig skráir maður sig til leiks?). Aðrir þurfa að lesa þetta fyrst.
- Til að ganga í klúbbinn ICC fer maður inn á síðuna http://www.chessclub.com/register og fyllir hana út og velur sér notendaheiti (handle). Við það verður maður meðlimur í klúbbnum
- Áskriftin er ekki ókeypis en hægt er að nota ICC í viku til að kanna hvort manni líkar án allra skuldbindinga og ekki þarf að gefa upp neinar kreditkortaupplýsingar.
- Langbesta forritið til að nota á ICC heitir Blitzin og er það forrit ókeypis. Hægt er að nálgast forritið á slóðinni: http://www.chessclub.com/download. Hægt er að velja íslenska útgáfu þess með því að velja íslenska fánann neðarlega til vinstri á síðunni. Einnig er hægt að nota önnur forrit og java-forritið CoffeeHouse en við mælum mun frekar með Blitzin.
- Betra er að vera skráður áður en maður nær í forritið en þó ekki nauðsynlegt Reyndar er hægt að vera skráður inn sem gestur en slíkt er ekki nóg til að taka þátt í Bikarsyrpu Eddu útgáfu þótt hægt sé að tefla léttar skákir. Þeir sem vilja prófa eitt mót gætu því skráð sig inn, fengið viku fría og athugað hvernig þeim líkar. Engar skuldbindingar fylgja því. Aðrir geta prófað að tefla sem gestir við aðra gesti og æft sig.
Hvernig skráir maður sig leiks?
- Skráningarform er á Sjónarhorninu ofarlega vinstra meginn á síðunni. Þar þarf að gefa upp nafn og notendaheiti á ICC. Einnig kennitölu en það er til þess að einfaldara sé að halda utan um flokkaverðlaun. Að því loknu er nægjanlegt að mæta á ICC tíu mínútum fyrir mót og segja "já", "yes", "accept" og "samþykkja" þegar valmynd þess efnis kemur á skjáinn.
Hvernig fylgist maður með gangi mála á mótunum?
- Mótin fara fram í gegnum svokallað "pear manager" á ICC sem raðar sjálfkrafa í hverja umferð eftir svissneska kerfinu og heldur utan um úrslit, stöðu o.þ.h. Umsjónarmaður mótanna á ICC er Kiebitz sem hefur aðstoðað Helli við allt mótshald á ICC í mörg ár.
- Hægt er að spyrja vélmennið Pear ýmissa spurninga og svarar Pear yfirleitt samviskulega en nokkuð vélrænt! Meðal þeirra spurninga sem hægt er að spyrja er:
- Tell Pear Games (til að sjá hvaða skákir eru í gangi)
- Tell Pear Standings (staðan)
- Tell Pear Grid (mótstafla)
Hvað get ég gert á ICC?
Ýmsir möguleikar eru á ICC. Hér er nefndir nokkrir.
- Tell "einhver" (Til að tala við aðra á ICC, t.d. "tell vandradur Áfram Ísland!"
- Tell 79 (Flestir Íslendingarnir eru á rás 79. Til að tala við alla í einu er einfaldlega hægt að gera "tell 79 Áfram Ísland!")
- Mess (Til að senda skilaboð. Hægt að gera sé viðkomandi ekki tengdur, t.d. "mess vandradur Áfram Ísland"
- Finger (Til að fá upplýsingar um aðra, t.d. "finger Vandradur" til að fá upplýsingar um vandráðamanninn Vandráð
- Help (til að fá upplýsingar um aðra möguleika en ofangreinda)
- Einnig má benda á heimasíðu ICC, www.chessclub.com. Þar er ýmsar upplýsingar að fá.
Frekari upplýsingar getur Gunnar Björnsson (Vandradur á ICC) veitt.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning