Hellir Norðurlandameistari taflfélaga!

Hellismenn byrjuðu vel unnu Færeyinga 5-1 og en brösuglega gekk gegn Dönum og Svíum í 2. og 3. umferð en þar urðu úrslit 3-3. Norðmenn voru því komnir með 1,5 vinnings forskot. Hellismenn unnu svo Norðmenn 4-2 í æsispennandi viðureign í næstsíðustu umferð og skutust þar yfir Norðmenn. Danir hins vegar náðu góðum úrslitum gegn Finnum og voru skyndilega mjög óvænt efstir fyrir lokaumferðina.

Fyrir lokaumferðina gætu því 4 lið unnið. Danir efstir hálfum vinningi yfir Helli, sem voru svo hálfum vinningi fyrir ofan Norðmenn og Svíar skammt á eftir. Norðmenn tefldu við Færeyinga og fljótlega var ljóst að þeir ynnu 6-0. Danir unnu Svía 3,5-2,5 og voru því úr leik. Hellir þyrfti því a.m.k. 5,5 vinning og það gekk eftir og sigurinn í höfn!

Sigurbjörn J. Björnsson stóð sig best Hellisbúa, hlaut 4,5 vinning á 5. borði. Hannes Hlífar Stefánsson stóð sig einnig mjög vel og hlaut 4 vinninga á fyrsta borði og sama gerði Stefán Kristjánsson á þriðja borði.

Hellir, sem stendur fyrir mótshaldinu, er sigursælasta lið keppninnar með tvo sigra en keppnin hefur farið fram árlega síðan 2000.

Hellismenn tefldu í fyrirtækin Mens Mentis og fór vel um menn þar!

Norðurlandameistarar Hellis eru:

  1. SM Hannes Hlífar Stefánsson 4 v. af 5
  2. SM Helgi Áss Grétarsson 3,5 v.
  3. AM Stefán Kristjánsson 4 v.
  4. FM Björn Þorfinnsson 2,5 v.
  5. FM Sigurbjörn J. Björnsson 4,5 v.
  6. FM Ingvar Þór Jóhannesson 2 v.

Liðsstjóri var Gunnar Björnsson

Lokastaðan:
  1. Taflfélagið Hellir 20,5 v. (8 stig)
  2. Asker Schakklubb (Noregi) 20,5 v. (8 stig)
  3. Skakklubben af 1968 (Danmörku) 19 v.
  4. Schackklubben Rockaden (Svíþjóð) 16 v.
  5. Matinkylan Shakkierhon (Finnlandi) 8 v.
  6. Klaksvíkar Talvfelag (Færeyjum) 6 v.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sex?
Nota HTML-ham

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 83810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband