4.10.2004 | 18:53
Auðveldur sigur á Norðmönnum í 2. umferð
Á fyrsta borði mætti Stefán stórmeistaranum Leif Erlend Johannesen. Leif hefur gleymst töluvert í öllu fárinu í kringum Magnus Carlsen en ljóst er að Norðmenn eru vel settir með tvo unga og efnilega stórmeistara sem stefna í fremstu röð.
Leif beitti Caro-Kan vörn gegn Stefáni. Allt virðist stefna í þunglamalega stöðubaráttu þegar Stefán fórnaði biskupi fyrir tvö peð og sprengdi upp allt miðborðið. Þrátt fyrir að bregða lítið eitt þá fann Leif bestu vörnina og náði að skipta upp í endatafl. Stefán hafði þó talsverðar bætur og forvitnilegt að vita hvort að hann hefði getað gert betur á einhverjum tímapunkti. Með herkjum náði Leif semsagt að vinna skákina þrátt fyrir að hafa mjög knappan tíma undir lokin.
Undirritaður hafði svart gegn Sverre Heim á öðru borði. Sverre tefldi spænska leikinn en ég náði að koma þessu út í einhversskonar Kóngs-Indverja með mínu vanalega sullumbulli. Ég náði að jafna taflið snemma og bætti stöðuna jafnt og þétt eftir það. Náði að hemja mig í að fórna út í vitleysu þrisvar sinnum og valdi þess í stað “solid” hróksleiki. Í fjórða skiptið sprakk ég síðan en þá með blessunarlega góðum árangri. Sendi Sverre sko sannarlega Heim.
Á þriðja borði tefldi Sigurbjörn við FIDE-meistarann Tryggestad. Þeir hafa víst teflt áður og minnir Sigurbjörn að hann hafi grísað hrottalega. Í dag ákváðu skákguðirnir greinilega að jafna leikinn því Tryggestad var stálheppinn að vinna. Okkar maður tefldi skákina af miklum krafti og sprengdi upp miðborð svarts með mannsfórn. Þegar allt virtist stefna í svakalegt glanspartí gleymdi Sigurbjörn sér örskots stund og í stað þess að vinna skákina í einum leik þá endaði hann í úldinni stöðu sem tapaðist að lokum. Sigurbjörn er því að öllum líkindum næst brjálaðasti maðurinn í Cesme. Kasparov er með nauma forystu þeirri keppni en hann tapaði fyrir landa sínum Rublevsky.
Ingvar Þór tefldi við FIDE-meistarann Moen. Sá er einn passífasti skákmaður Noregs þrátt fyrir það gríðarlega úrval af úldnum skákmönnum. Eins og gefur að skilja var þetta því ákaflega leiðinleg skák þar sem Moen hélt sér þéttingsfast með hvítu mönnunum. Ingvar sýndi þó mikla þolinmæði og sveið Norðmanninn....auðveldlega. Virkilega góð skák hjá mínum.
Sigurður Daði tefldi við frænda sinn Ost-tveit. Sá gaf viljandi peð í byrjuninni í einhverjum furðulegum gambít. Daði hirti það, vann síðan kall, gaf hann aftur á hagstæðan hátt og kláraði dæmið. Gríðarlega auðveldur sigur.
Á neðsta borði tefldi El Capitan Áss gegn Gvein. Andri jafnaði taflið fljótt og vel en
komst því miður ekkert meira áfram. Þegar ljóst var að þrír vinningar væru komnir í hús ákvað Andri að taka enga áhættu heldur semja og tryggja okkur sigurinn. Svona eiga fyrirliðar að vera!
Niðurstaðan því öruggur 3,5 - 2,5 sigur sem átti þó að vera mun stærri. Ekki er ljóst þegar þetta er skrifað hverjir andstæðingarnir verða í næstu umferð. Við teflum þó pottþétt upp fyrir okkur og vonandi við sem sterkasta sveit. Því miður munum við yfirgefa gúanóið og halda í hitann og svitann í aðalsalnum. Stefnan verður að sjálfsögðu sett á að tapa sem stærst til að komast aftur í sæluna!
Björn Þorfinnsson
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 83858
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning