Góður sigur á Finnum

 

 

Næsta skák sem kláraðist var á 3 borði hjá Sigurbirni Björnssyni. Tefldur var sjaldséð afbrigði í spænska leiknum. Staðan virtist vera í dýnamísku jafnvægi þegar Sigurbjörn gerði sér lítið fyrir og bauð andstæðingnum jafntefli. Andstæðingurinn athugaði stöðurnar á hinum borðunum áður en hann settist í djúpa þanka. Eftir nokkra umhugsun kom svo mannsfórn – Bxg7. Sigurbjörn þakkaði pent fyrir sig, drap biskupinn og varðist sókn andstæðingins auðveldlega. Annar vinningur kominn í höfn.

 

Á öðru borði fór fram flugeldasýning a la Björn Þorfinnsson. Atti þar Björn kappi við hinn gamalreynda stórmeistara Heikki Westerinen. Var þetta fjórða kappskák félaganna, og stóðu leikar jafnir. Heikki tefldi sjaldséð afbrigði í einhvers konar gamaldags kóngsindverskri vörn. Björnin sótti hins vegar stíft á gamla jaxlin og verður ekki hægt að segja annað en hann hafi hreint út sagt valtað yfir hann. Þriðji vinningurinn í hús 3-0 fyrir Helli!

 

Á fimmta borði tefldi Sigurður Daði Spænska leikinn. Var staðan mjög lokuð en þó í jafnvægi frameftir skák. Síðan náði Sigurður Daði yfirhöndinni smátt og smátt og lauk skákinni að lokum með glæsilegri fléttu í endataflinu. Staðan orðin 4-0!

 

Þá víkur söginni að fyrsta borði. Stefán Kristjánsson atti þar kappi við finnska stórmeistarinna Yrjola. Yrjola kom mjög vel undirbúinn til leiks og náði fljótt mun betri stöðu með hvítu. Stefán þurfti svo að fórna peði til að halda sæmilega teflandi stöðu. Því virtist allt útlit fyrir að Yrjola myndi landa vinningnum örugglega. Stefán tefldi þó vörnina vel og tókst á réttum tímapunkti að skipta upp á mönnum og komast í endatafl með mislitum biskupum. Ekki þurfti að tefla skákina mikið eftir það því auðvelt var fyrir Stefán að halda jöfnu.

 

Þá var það loks lokaskákin hjá Ingvar Þór Jóhannessyni. Ingvar hafði hvítt en náði þó ekki neinu frumkvæði í byrjuninni. Skiptist fljótt upp á drottningum og virtist ekkert líklegra en að samið yrði um stutt jafntefli. Bauð andstæðingur Ingvari jafntefli sem Ingvar hafnaði eftir samráð við liðsstjórann. Fljótt var þó ljóst að Ingvar var með síst betra og tókst andstæðingnum smátt og smátt að ná betri stöðu. Eftir mikla og erfiða baráttu þá tókst finnanum að knésetja okkar mann.

 

4,5-1,5 sigur gegn þessari finnsku sveit er ágætisárangur, enda þeir áþekkir að skákstigum og Hellisbúar. Á morgun fáum við vafalaust erfiðari andstæðinga – enda liggur leiðin vafalaust úr “gúlaginnu” í “aðalsalinn”.

 

Annars er allt gott að frétta af okkur Evrópuförum. Aðstæður á hótelinu er ágætar. Maturinn er fínn þó maður verði nokkuð þreyttur á honum til lengdar. Hér er þægilegur hiti á daginn, ekki of heitt en þó hlýrra en það verður á klakanum!.

 Það er ekki mikið um að vera annað en að stúdera, tefla og slappa af. Cesme, þar sem mótið fer fram er sumarferðamannastaður, en nú eru fáir ferðamenn á ferli. Í heildina erum við bara nokkuð sáttir við árangurinn og ferðina í heild. Hlökkum núna bara til að sjá hverja við fáum á morgun!

 

Góðar kveðjur frá Tyrklandi

Andri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sjö?
Nota HTML-ham

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 83858

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband