Pistill 6. umferðar

 

 

Fyrst kláraðist hjá Birni Þorfinnssyni. Bjössi hélt að hann væri komin með betra en þá kom stórmeistaraleikur og tap varð staðreynd.

 

Næst kláraði Stefán á fyrsta borði. Stefán var með hvítt og náði fljótt örlítlu frumkvæði. Það dugði þó ekki til því skákin koðnaði niður í jafntefli.

 

Á þriðja borði skiptist fljótt upp í endatafl hjá Sigurbirni með hrókum og mislitum biskupum. Endalokin urðu  því jafntefli.

 

Á sjötta borði lenti Andri í þröngri stöðu, en náði síðan að losa örlítið um stöðina. Gleymdi síðan klukkunni og féll á tíma í eitthvað verri stöðu.

 

Á fimmta borði valtaði Sigurður Daði yfir andstæðing sinn í byrjuninni. Var hann kominn með heilum þremur peðum undir. Andstæðingnum tókst þó að sprikla og náði drottning að komast upp í drottningaendatafli. Sigurður Daði tefldi þó endataflið af öryggi og náði góðum sigri.

 

Á fjórða borði fékk Ingvar Þór fljótt betri stöðu. Sótti hann hart að andstæðingnum en það dugði þó ekki til og niðurstaðan var jafntefli.

 

Á morgun fer fram lokaumferð mótsins. Mest spennandi verður að fylgjast með skákum Björns Þorfinnssonar og Sigurði Daða Sigfússonar en náist hagstæð úrslit hjá þeim dugar það til áfanga alþjóðlegum meistaratitli.

 

Kveðja,

Andri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og þrettán?
Nota HTML-ham

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 83858

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband