Pistill 7. umferðar


Bjössi tryggði sér sinn annan áfanga að alþjóðlegum titli í taugatrekkjandi
skák. Andstæðinugur hans var franskur IM með um 2380. Bjössi hafði svart og
fékk frekar passíva stöðu úr byrjuninni, en þegar Bjössi er annars vegar þá
verða skákirnar aldrei daufar. Bjössi fórnaði kalli sem andstæðingur hans
mátti ekki taka og við það breyttist karakter stöðunar algjörlega og var
Bjössi allt í einu kominn með kolunnið. En þá hófst eitthvert mesta sprikl
skáksögunar og virtist Bjössi vera að missa meðvitund á tímabili enda mikið
í húfi. En eins og áður sagði þá vann Bjössi.

Sigurbjörn fékk mann sem var á svipuðu reki og andstæðingur Bjössa (IM um
2380). Sigurbjörn sem stýrði hvítu köllunum fékk lítið úr byrjuninni og
eftir einhverjar sviptingar var komið upp jafnteflislegt hróksendatafl, og
töldum við þá að skákinn myndi alla vegana aldrei tapast enda Sigurbjörn
góður í endatöflum. En það var eins og sjálfstraustið væri í molum og
tapaðist skákin að lokum.

Ingvar gerði örstutt jafntefli við mann með tæp 2200, en skúnkurinn tefldi
uppskiptaafbrigðið í frakkanum sem er þekkt afbrigði meðal kjúklinga.

Sigurður Daði málaði andstæðing sinn í framan en til miður dugði það ekki
til áfanga því hann hefði þurft að vera 60 stigum hærri.

Andri Áss fékk á sig deadly fórn snemma í skákinni en barðist vel og var
búinn að jafna taflið um tíma en lék svo af sér skákinni í lokinn.

Við enduðum sem sagt með 6 matchpoints sem er ásættanlegt.

kveðja Stebbi




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sex?
Nota HTML-ham

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband