9.10.2004 | 21:04
Hellir hafnaði í 24. sæti
Förum yfir árangur Hellisbúa í örstuttu máli:
- Stefán Kristjánsson (2444) byrjaði illa, tapaði þremur fyrstu viðureignum fyrir sterkum stórmeisturum. Eftir það hrökk Stefán í gang, gerði 3 jafntefli við stórmeistara og vann svo í lokaumferðinni. Stefán fékk 2,5 vinning og lækkar um 2 stig.
- FIDE-meistarinn Björn Þorfinnsson (2338) byrjaði ljómandi vel og virtist áfanginn nánast í höfn. Töp í 5. og 6. umferð gerðu áfangann erfiðan en Björn hafði stáltaugar og vann mikilvægan sigur í lokaumferðinni og áfanginn í hús! Björn fékk 3,5 vinning og samsvaraði árangur hans 2464 stigum og hækkar hann 18 stig fyrir frammistöðu sína!
- FIDE-meistarinn Sigurbjörn J. Björnsson (2339) sem brilleraði á sama móti í fyrra náði sér aldrei á strik, fékk 1,5 vinning og lækkar um 14 stig
- FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson (2310) var alltaf á mörkum þess að vera í áfangasénsum en það vantaði herslumanninn þar upp á. Ingvar fékk 3 vinninga og gerði jafntefli við ofurstórmeistarann Fillipov. Ingvar hækkar um 5 stig.
- FIDE-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2888) var einstaklega óheppinn að ná sér ekki í sinn fyrsta AM-áfanga. Óheppnin féllst í innáskiptinu Lúxemborgara í síðustu umferð þegar þeir hvíldu fimmta borðsmanninn og Daði fékk sjöttaborðsmanninn sem var of stigalár upp á meðalstig að gera í síðustu umferð. Daði fékk 5 vinninga og hækkar um 21 stig!
- FIDE-meistarinn Andri Áss Grétarsson (2335) byrjaði glimrandi vel en úthaldið virðist ekki jafn gott hjá "gamla manninum" og "krökkunum" í sveitinni en Andri var aldursforseti enda orðinn hálffertugur! Andri fékk 2 vinninga og lækkar um 10 stig
Samtals græddi því sveitin 10 stig, einn áfanga, dýrmæta reynslu og skemmtilega ferð!
Franski klúbburinn Nao Chess Club sigraði rétt eins og fyrra en röð efstu sveita varð sem hér segir:
1 | NAO Chess Club | 7 | 5 | 2 | 0 | 12 | 31 |
2 | Bosna Sarajevo | 7 | 5 | 1 | 1 | 11 | 30 |
3 | Ladya Kazan | 7 | 5 | 1 | 1 | 11 | 27½ |
4 | Max Ven Ekaterinburg | 7 | 5 | 1 | 1 | 11 | 25 |
5 | Polonia Plus GSM Warszawa | 7 | 4 | 2 | 1 | 10 | 27 |
6 | Tomsk 400 | 7 | 5 | 0 | 2 | 10 | 26½ |
7 | Beer Sheva Chess Club | 7 | 4 | 1 | 2 | 9 | 26½ |
8 | C.E.M.C. Monaco | 7 | 4 | 1 | 2 | 9 | 26½ |
9 | Tiendas UPI | 7 | 4 | 1 | 2 | 9 | 25½ |
10 | Vesnianka Minsk | 7 | 4 | 1 | 2 | 9 | 25 |
Hellir mætti sveitunum sem höfnuðu í 2. og 3. sæti.
Sveit Nao skipuðu:
1 | GM | Adams Michael | 2740 | ENG | 400041 | 4,5 | 7 | 4,90 | -0,40 | -4 | 2594 | 2683 |
2 | GM | Grischuk Alexander | 2704 | RUS | 4126025 | 4,0 | 5 | 3,35 | 0,65 | 7 | 2578 | 2688 |
3 | GM | Bacrot Etienne | 2718 | FRA | 605506 | 3,5 | 5 | 3,85 | -0,35 | -4 | 2511 | 2631 |
4 | GM | Vallejo Pons Francisco | 2678 | ESP | 2205530 | 3,5 | 5 | 3,30 | 0,20 | 2 | 2563 | 2594 |
5 | GM | Lautier Joel | 2682 | FRA | 600016 | 3,5 | 5 | 3,20 | 0,30 | 3 | 2578 | 2608 |
6 | GM | Radjabov Teimour | 2663 | AZE | 13400924 | 4,5 | 6 | 4,26 | 0,24 | 2 | 2504 | 2697 |
7 | GM | Fressinet Laurent | 2640 | FRA | 608742 | 3,5 | 4 | 3,12 | 0,38 | 4 | 2420 | 2756 |
8 | GM | Nataf Igor-Alexandre | 2565 | FRA | 605492 | 0,5 | 1 | 0,43 | 0,07 | 1 | 2613 |
Að mati þess sem þetta skrifar er afar mikilvægt að Hellir haldi sínu striki og sendi áfram sveit á þetta skemmtilega mót. Strákarnir stóðu sig vel fyrir sínu, sérstaklega Bjössi og Daði. Þarna fá menn tækifæri til að kljást við bestu skákmenn heims eins og t.d. Shirov og Short.
Ég tel reyndar í ljósi reynslunnar nú, þar sem Daði fékk of stigalágan andstæðing í lokaumferðinn og í fyrra þar sem Sigurbjörn mætti ekki nógu mörgum titilhöfum að Helli þurfi að helst að hafa varamann með í för til að geta ýtt mönnum ofar í borðaröð í tilfellum sem þessum sem hefði komið sér vel bæði nú og í fyrra.
Ég vil þakka sveitarmeðlimum fyrir skemmtilega pistla og góða frammistöðu!
Formaðurinn
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning