Harður slagur í Hellisheimilinu í bikarkeppninni

Fyrir seinni hlutann náði Bragi liðstjóri að veiða Áslaugu úr feninu og forsetinn sást steðja í salinn úr leigubíl rétt áður en seinni hlutinn hófst. Andrúmsloftið í salnum var rafmagnað í seinni umferðinni. Snérist taflið nú við frá fyrri hlutanum og höfðu konurnar yfirhöndina á flestum borðum. Sigurlaug, Harpa og Guðlaug sigruð nokkuð örugglega í sínum viðureignum og útlitið nokkuð gott hjá Kvennalandsliðinu, þar sem bæði Hjörvar og Gylfi voru nokkuð tímanaumir. Atli stóð hins vegar betur gegn Lilju en þurfti eins og áður að sætta sig við skiptan hlut. Hjörvar sneri á Áslaugu en Gylfi féll á tíma í unninni stöðu og lauk keppninni því með 7-5 sigri Kvennlandsliðsins. Að öðrum ólöstuðum má segja að Elsa María hafi verið bjargvættur Kvennalandsliðsins með því að taka tvo vinninga á tveimur neðstu borðunum. Fyrirfram mátti gera ráð fyrir því að eina von unglingaliðs Hellis væri að taka a.m.k. 3v á neðstu tveimur borðunum, miðað við að úrslit á öðrum borðum væru eftir bókinni en afraksturinn varð aðeins 1v vegna frammistöðu Elsu.

Úrslit í einstökum viðureignum féllu með eftirfarandi hætti í fyrri umferð:

  • Hellir c-sveit - Kvennalandsliðið
  1. Hjörtur Ingvi Jóhannsson - Guðlaug Þorsteinsdóttir 0-1
  2. Atli Freyr Kristjánsson - Harpa Ingólfsdóttir 1/2-1/2
  3. Helgi Brynjarsson - Sigurlaug Friðþjófsdóttir 1-0
  4. Hjörvar Steinn Grétarsson - Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 1-0
  5. Ólafur Evert - Elsa María Þorfinnsdóttir 0-1
  6. Gylfi Davíðsson - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 1-0

Í seinni umferð féllu úrslit með eftirfarandi hætti:

  • Hellir c-sveit - Kvennalandsliðið
  1. Hjörtur Ingvi Jóhannsson - Guðlaug Þorsteinsdóttir 0-1
  2. Atli Freyr Kristjánsson - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 1/2-1/2
  3. Helgi Brynjarsson - Harpa Ingólfsdóttir 0-1
  4. Hjörvar Steinn Grétarsson - Áslaug Kristinsdóttir 1-0
  5. Ólafur Evert - Sigurlaug Friðþjófsdóttir 0-1
  6. Gylfi Davíðsson - Elsa María Þorfinnsdóttir 0-1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og níu?
Nota HTML-ham

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband