Skákhátið í Reykjaskóla, Hrútafirði

Fyrirkomulagið verður þannig að fyrst verður hraðskák með svipuðu fyrirkomulagi og hraðskákkeppni taflfélaga, nema að hverju liði verður skipt í tvo eða fleiri hluta sem keppa við sömu borð í liði andstæðinganna. Síðan verður atskákkeppni með svipuðu fyrirkomulagi og bikarkeppni taflfélaga og Íslandsmót yngri sveita. Í Reykjaskóla er íþróttahús og sundlaug sem býður upp á ýmsa möguleika sem þátttakendur geta nýtt sér um helgina.

Eftirtaldir þátttakendur koma frá Helli:

  1. Atli Freyr Kristjánsson, f. 1989,
  2. Elsa María Þorfinnsdóttir, f. 1989,
  3. Gylfi Davíðsson, f. 1990,
  4. Paul Frigge, f. 1991,
  5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, f. 1993,
  6. Andri Steinn Hilmarsson, f. 1993,
  7. Mikael Máni Ásmundsson, f. 1995,
  8. Ólafur Þór Davíðsson, f. 1994,
  9. Unnar Steinn Sunnevuson, f. 1995,
  10. Árni Gunnar Andrason, f. 1996.

Fararstjóri verður Vigfús Ó. Vigfússon en auk þess verða nokkrir foreldrar með í för.

Nokkuð er um forföll í Hellisliðinu. Fjögur sem hafa átt þar sæti síðustu ár eru erlendis en það eru: Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Helgi Brynjarsson, Hjörvar Steinn Grétarsson sem eru á heimsmeistarmóti barna í skák á Krít og Aron Hjalti Björnsson sem er í Brussel. Auk þess er tveir liðsmenn Hellis fluttir út á land, þeir Ólafur Evert sem mun væntanlega keppa með Akureyringum og Elías Kristinn Karlsson. Auk þess vantar í liðið Sigurð Kristinn Jóhannesson, Kristinn Jens Bjartmarsson og Jóel Kristjánsson. Maður kemur í manns stað þannig að Hellisbúar ganga samt óhræddir til leiks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband