Skák í Hrútafirði

Á laugardaginn var keppt í hraðskák. Fyrirkomulagið var svipað og í hraðskákkeppni taflfélaga, nema að hverju liði var skipt í tvo hluta sem kepptu við sömu borð í liði andstæðinganna. Tekið var eitt langt hlé á milli viðureigna sem þátttakendur notuðu til að fara í fótbolta eða sund og svar borðaður góður kvöldmatur áður en síðustu viðureignir fóru fram. Taflfélag Reykjavíkur sigraði örugglega í hraðskák hlutanum og Taflfélagið Hellir varð í öðru sæti. Þar munað mest um góða byrjun og mjög hagstæð úrslit í síðustu umferð í innbyrðis viðureignum félaganna.

Á sunndaginn var keppt í atskák. Fyrirkomulagið var svipað og í bikarkeppni taflfélaga og Íslandsmóti yngri sveita nema að í stað þess að það væri tvöföld umferð þannig að sömu menn tefldu saman þá var í víxlað borðum í annarri umferðinni þannig að 1. og 2. borð tefldu saman o.s.frv. Eins og daginn áður var tekið langt hlé sem notað var til að fara í sund, spila borðtennis og borða hádegismat. Eins og daginn áður sigraði TR örugglega í atskákinn þótt þeir hefðu tapað fyrstu viðureign gegn SA en nú náðu Akureyringar öðru sætinu sjónmun á undan Hellisbúum. TR sigraði svo örugglega í heildarstigakeppninni en Hellir varð í öðru sæti og Akureyringar í því þriðja. Fjölnir lenti svo í fjórða sæti en þeir munu eflaust bæta sig á næstu árum enda með marga unga og efnilega skákmenn.

Lokastaðan í hraðskákinni:

1. TR 93v

2. Hellis 80v

3. SA 69v

4. Fjölnir 58v

Lokastaða í atskákinni:

1. TR 40v

2. SA 32v

3. Hellir 30v

4. Fjölnir 22v

Lokastaðan í samanlögðu:

1. TR 120 stig

2. Hellir 96 stig

3. SA 90 stig

4. Fjölnir 66 stig

Fljótlega er von á upplýsingum um einstaklingsárangur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband