14.11.2004 | 13:27
Skák í Hrútafirði
Á laugardaginn var keppt í hraðskák. Fyrirkomulagið var svipað og í hraðskákkeppni taflfélaga, nema að hverju liði var skipt í tvo hluta sem kepptu við sömu borð í liði andstæðinganna. Tekið var eitt langt hlé á milli viðureigna sem þátttakendur notuðu til að fara í fótbolta eða sund og svar borðaður góður kvöldmatur áður en síðustu viðureignir fóru fram. Taflfélag Reykjavíkur sigraði örugglega í hraðskák hlutanum og Taflfélagið Hellir varð í öðru sæti. Þar munað mest um góða byrjun og mjög hagstæð úrslit í síðustu umferð í innbyrðis viðureignum félaganna.
Á sunndaginn var keppt í atskák. Fyrirkomulagið var svipað og í bikarkeppni taflfélaga og Íslandsmóti yngri sveita nema að í stað þess að það væri tvöföld umferð þannig að sömu menn tefldu saman þá var í víxlað borðum í annarri umferðinni þannig að 1. og 2. borð tefldu saman o.s.frv. Eins og daginn áður var tekið langt hlé sem notað var til að fara í sund, spila borðtennis og borða hádegismat. Eins og daginn áður sigraði TR örugglega í atskákinn þótt þeir hefðu tapað fyrstu viðureign gegn SA en nú náðu Akureyringar öðru sætinu sjónmun á undan Hellisbúum. TR sigraði svo örugglega í heildarstigakeppninni en Hellir varð í öðru sæti og Akureyringar í því þriðja. Fjölnir lenti svo í fjórða sæti en þeir munu eflaust bæta sig á næstu árum enda með marga unga og efnilega skákmenn.
Lokastaðan í hraðskákinni:
1. TR 93v
2. Hellis 80v
3. SA 69v
4. Fjölnir 58v
Lokastaða í atskákinni:
1. TR 40v
2. SA 32v
3. Hellir 30v
4. Fjölnir 22v
Lokastaðan í samanlögðu:
1. TR 120 stig
2. Hellir 96 stig
3. SA 90 stig
4. Fjölnir 66 stig
Fljótlega er von á upplýsingum um einstaklingsárangur.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning