Lenka norðurlandameistari!


Lenka leiddi mótið örugglega nær allt mótið og endaði ein í efsta sæti, var hálfum vinningi á undan eistnesku skákkonunni Viktoríu Baskíte og norsku skákkonunni Ellen Hageseter, sem urðu í 2.-3. sæti.

ÞETTA ER Í FYSTA SINN Í 24 ÁR SEM ÍSLAND HAMPAR NORÐURLANDAMEISTARATITLI KVENNA Í SKÁK. Sigurlaug Friðþjófsdóttir varð síðast Norðurlandameistari árið 1981, og Guðlaug Þorsteinsdóttir þar á undan árin 1975, '77 og ´79.  Sigur Lenku er því einkar kærkominn fyrir íslenskar skákkonur sem hafa verið í mikilli sókn undanfarin ár.

MEIRA UM LENKU:
Lenka er hagfræðingur að mennt og fluttist til Íslands árið 2000 frá Tékklandi, en hún er fyrrum Tékklandsmeistari kvenna í skák og hefur auk þess þrisvar sigrað á Íslandsmóti kvenna í skák undanfarin ár.  Lenka fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári, en hún á hér 6 ára dóttur, Lilju Helgadóttur, með stórmeistaranum Helga Áss Grétarssyni. Lenka hefur undanfarin ár leitt kvennlandslið Íslands í skák á Ólympíumótum með afar góðum árangri, og hún er auk þess einn öflugasti þjálfari og kennari við Skákskóla Íslands. Lenka er einnig varaformaður sterkasta taflfélags landsins, Taflfélagsins Hellis, og hefur hjálpað mikið til við að byggja þar upp öflugt stúlkna- og kvennastarf á undanförnum árum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórtán?
Nota HTML-ham

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 83848

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband