12.9.2005 | 23:28
Hellir á EM taflfélaga 18.-24. september
Hellir hefur ávallt tekið þátt í Evrópukeppninni frá og með 1997 að árinu 2000 undanskyldu. Oftsinnis hefur gengið vel og skemmst frá því að minnast að árið 2001 hafnaði félagið í 10. sæti og var þá efst liða frá Vestur-Evrópu, aðeins austantjaldsslið og lið frá Ísrael voru ofar. Árið 1997 kemst Hellir í úrslitakeppni átta liða
Á Evrópumótinu í fyrra krækti Björn Þorfinnsson sér í sinn annan áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og sjálfsagt ætlar hann og aðrir liðsmenn að krækja sér í áfanga nú.
Lið Hellis skipa:
- SM Hannes Hlífar Stefánsson (2579)
- FM Sigurbjörn Björnsson (2346)
- FM Björn Þorfinnsson (2328)
- FM Sigurður Daði Sigfússon (2344)
- FM Ingvar Þór Jóhannesson (2291)
- FM Andri Grétarsson (2318)
Varamaður: Gunnar Björnsson (2131)
Hannes þarf ekki að kynna fyrir neinum, er einn sigursælasti skákmaður íslenskra skáksögu, Sigurbjörn náði eftirtektarverðum árangri á Politiken Cup í Kaupmannahöfn þar sem hann var meðal efstu manna, Björn Þorfinnsson hefur náð tveimur áföngum að alþjóðlegum meistaratitli, Sigurður Daði er núverandi skákmeistari Hellis og Ingvar Þór er með einn áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Andri er reynsluboltinn í liðinu og mun sjálfsagt stjórna því eins og herforingi á staðnum. Gunnar er varamaður og verður varla notaður nema í neyð enda kemur hann ekki á staðinn fyrr en tvær umferðir eru eftir.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 83848
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning