Hellir Íslandsmeistari unglingasveita

Hellir leiddi mest allt mótið en iðulega var sveit TR skammt undan en hana skipuðu norðurlandameistarar Laugalækjaskóla.   Hellismenn juku forskotið þegar leið á mótið og fyrir lokaumferðina var forskotið 3 vinningar.  Hellir mætti þá b-sveit Hellis og mátti þakka fyrir jafntefli 2-2!   Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari stúlkna, sem tefldi á fyrsta borði b-sveitirinnar sigraði Hjörvar Stein Grétarsson.   Í sömu umferð sigraði hin unga og efnilega Sigríður Björg Helgadóttir, sem tefldi á fyrsta borði fyrir b-sveit Fjölnis fyrsta borðs mann TR, Daða Ómarsson.  Góð umferð hjá stelpunum!

Hellismenn urðu því tvöfaldir meistarar þennan daginn og eru handhafar allra fjögurra titlanna sem íslensk félög berjast um árlega þ.e. Íslandsmeistarar, Íslandsmeistarar unglingasveita, hraðskákmeistarar taflfélaga og bikarmeistarar taflfélaga.  

Mótshaldíð var í höndum Taflfélags Garðabæjar og var til mikillar fyrirmyndar.

Lokastaðan:

1. Taflfélagið Hellir a-sveit 22,5 v. af 28
2. Taflfélag Reykjavíkur a-sveit 20 v.
3. Skákdeild Fjölnis a-sveit 18,5 v.
4. Taflfélagið Hellir b-sveit 17,5 v.
5. Skákdeild Hauka a-sveit 16,5 v.
6. Taflfélag Vestmannaeyja 16 v.
7.-8. Skákfélag Akureyrar a-sveit og Taflfélag Garðabæjar 15,5 v.
9.-11. Skákdeild Fjölnis b-sveit, Taflfélag Reykjavíkur b-sveit og Taflfélagið Hellir c-sveit 15 v.
12.-13. Taflfélag Vestmannaeyja b-sveit og UMSB 14 v.
14. Taflfélagið Hellir d-sveit 12 v.
15. Taflfélagið Hellir e-sveit 9,5 v.
16. Skákfélag Akureyrar b-sveit 9
17. Skákdeild Hauka b-sveit 6 sveit

Lið Íslandsmeistara Hellis:

1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5 v. af 7
2. Helgi Brynjarsson 5,5 v. af 7
3. Gylfi Davíðsson 6 v.
4. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 6 v.
Liðsstjóri: Vigfús Ó. Vigfússon

Lið TR:

1. Daði Ómarsson
2. Vilhjálmur Pálmason
3. Matthías Pétursson
4. Einar Sigurðsson

Lið Fjölnis:

1. Ingvar Ásbjörnsson
2. Hörður Aron Hauksson
3. Sverrir Ásbjörnsson
4. Dagur Andri Friðgeirsson

B-lið Hellis:

1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
2. Paul Frigge
3. Patrekur Maron Magnússon
4. Eiríkur Örn Brynjarsson
5. Jökull Jóhannsson

Lið Hauka:

1. Sverrir Þorgeirsson
2. Kristján Ari Sigurðsson
3. Geir Guðbrandsson
4. Herberg Ingi Sigfússon

C-lið Hells

1. Páll Andrason
2. Guðmundur Kristinn Lee
3. Kristófer Orri Guðmundsson
4. Birkir Karl Sigurðsson

D-lið Hellis

1. Kristinn Jens Bjartmarsson
2. Sigurður Helgason
3. Ólafur Þór Davíðsson
4. Mikael Máni Ásmundsson
5. Hulda Björnsdóttir

E-lið Hellis

1. Dagur Kjartansson
2. Árni Gunnar Andrason
3. Ragnar Már Hannesson
4. Björn Leví Óskarsson

Segja má að árangur allra liða Hellis hafi verið mjög góður.

Íslandsmeistarar Hellis fagna sigri:  Hjörvar Steinn Grétarsson, Helgi Brynjarsson, Gylfi Davíðsson, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon liðssstjóri


Viðureign Fjölnis og Hellis:  Hjörvar Steinn Grétarsson hafði sigur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimm?
Nota HTML-ham

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 83845

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband