Hellir bikarmeistari taflfélaga


Fyrri umferð:

Hellir-SA

1. Björn Þorfinnsson - Jóhann Hjartarson 0-1
2. Sigurður Daði Sigfússon - Jón Garðar Viðarsson 0-1
3. Ingvar Þór Jóhannesson - Arnar Þorsteinsson 1-0
4. Andri Á. Grétarsson - Áskell Örn Kárason 1-0
5. Bragi Halldórsson - Gylfi Þórhallsson 1-0
6. Hrannar Baldursson - Torfi Stefánsson

Samtals 3-3.  Stríðslukkan var heldur með Helli og t.d. gaf Arnar í vinningsstöðu gegn Ingvari.

Síðari umferð:

1. Helgi Áss Grétarsson - Jóhann Hjartarson 1-0
2. Björn Þorfinnsson - Jón Garðar Viðarsson 1-0
3. Sigurður Daði Sigfússon - Arnar Þorsteinsson 1-0
4. Ingvar Þór Jóhannesson - Áskell Örn Kárason 0,5-0,5
5. Andri Á. Grétarsson - Gylfi Þórhallsson 0,5-0,5
6. Bragi Halldórsson - Torfi Stefánsson 1-0

5-1 og því samtals 8-4 sigur Íslandsmeistarana.  Hellismenn bættist liðsauki í síðari umferðinni því stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson var mættur á fyrsta borð og vann sigur á Íslandsmeistaranum í atskák Jóhanni Hjartarsyni.  Sigur Hellis var aldrei í hættu í síðari hlutanum.  Þetta er í fyrsta sinn sem Hellir hampar sigar í Bikarkeppninni.

Skráðir varamenn í liði Hellis voru auk þeirra sem tefldu Gunnar Björnsson, liðsstjóri, og Hjörvar Steinn Grétarsson, sem ekki gat teflt þar sem hann var að tefla í Íslandsmóti unglingasveita sem fram fór á sama tíma.

Taflfélag Garðabæjar stóð fyrir mótshaldinu og gerði það miklum sóma eins og þeirra von og vísa.  Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lék fyrsta leikinn í skák Björns Þorfinnssonar og Jóhanns Hjartarsonar.

Bragi Halldórsson vann báðar sínar skákir með Helli í dag.  Hér teflir hann við Torfa Stefánsson


Kampakátir Hellisbúar við verðlaunaafhendinguna:  Gunnar Björnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hrannar Baldursson, Bragi Halldórsson, Helgi Áss Grétarsson, Andri Áss Grétarsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Sigurður Daði Sigfússon og Björn Þorfinnsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átta?
Nota HTML-ham

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 83845

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband