Salaskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita

Fyrri keppnisdaginn skiptust sveitirnar nokkuð á um að hafa forystu en í lok dags voru Salaskóli A-sveit og Rimaskóli A-sveit efstir með 15,5v en Barnaskóli Vestmannaeyja A-sveit var skammt undan með 14v. Þá voru innbyrðis viðureignir efstu sveita búnar. Staða Eyjamanna virtist nokkuð góð þótt þeir væru 1,5v á efstir efstu sveitum þar sem þeir voru búnir með flestar sterkustu sveitirnar og eiga heldur léttari viðureignir framundan.

Seinni keppnisdaginn var sveit Salaskóla alveg óstöðvandi og vann allar viðureignir sínar 4-0 og landaði þar með öruggum sigri meðan helstu andstæðingar töpuðu vinningum hér og þar.

Sveit Salaskóla skipuðu:

1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 8 v. af 9
2. Eiríkur Örn Brynjarsson 7 v. af 9
3. Patrekur Maron Magnússon 9 v. af 9
4. Páll Andrason 7,5 v. af 9

Varamennirnir Guðmundur Kristinn Lee og Ragnar Eyþórsson tefldu ekki. Liðsmenn Salaskóla eru allir félagsmenn í Taflfélaginu Helli og óskar félagið þeim til hamingju með sigurinn. Liðsstjórar voru Hrannar Baldursson og Tómas Rasmus.

Greinarhöfundur hefur sjalda séð Jóhönnu jafn einbeitta og tefla jafn vel og í þessu móti. Það skilað þegar upp var staðið í tveimur mikilvægum sigrum gegn andstæðingum sem hún hefur ekki oft unnið. Eiríkur Örn og Páll virkuðu aðeins óöryggir fyrri keppnisdaginn og töpuðu þá endataflsstöðum sem þeir áttu að vinna. Þeir komu hins vegar sterkir inn seinni daginn og stigu varla feilspor. Patrekur var í þeirri stöðu að eiga að hreinsa og skilaði því verki með prýði. 

Barnaskóli Vestmannaeyja hafnaði í 2. sæti með 28,5 vinninga og 161,5 stig

Lið Barnaskóla Vestmannaeyja skipuðu:

1. Nökkvi Sverrisson
2. Alexander Gautason
3. Sindir Freyr Guðjónsson
4. Hallgrímur Júlíusson

Þeir geta allir tekið þátt í keppninni að ári svo þá má búast við öflugu liði ú Eyjum.

Rimaskóla fékk einnig 28,5 vinninga en hafnaði í 3. sæti með 161 stig.

Lið Rimaskóla skipuðu:

1. Hjörvar Steinn Grétarsson
2. Hörður Aron Hauksson
3. Ingibjörg Ásbjörnsdóttir
4. Haukur Óskarsson
1.v. Gunnlaugur Skarphéðinsson
2.v. Hrund Hauksdóttir

Liðsmenn Rimaskóla á 1. og 2. borði unnu allar sínar skákir og oft hefur slíkur árangur dugað til sigurs en í þetta sinn töpuðust of margar skákir á öðrum borðum. Vissulega veikti það sveitina nokkuð að 3. borðs maðurinn gat ekki mætt seinni daginn en eins og framvindan var virðist það ekki hafa skipt neinu máli.

Þessi lið áttu einnig bestu menn á hverju borði.

Á fyrsta borði fékk Hjörvar Steinn Grétarson A liði Rimaskóla 9 vinninga af 9 mögulegum. Rimaskóli átti einnig besta mann á 2. borði því þar var Hörður Aron Hauksson einnig með fullt hús vinninga. Salaskóli náði fullu húsi á 3 borði en þar var Patrekur Maron Magnússon á ferð. Eyjamenn náðu bestum árangri á 4 borði þar sem Hallgrímur Júlíusson sem fékk 8,5 vinning af 9 mögulegum.

Myndir frá mótinu má sjá á heimasíðu SÍ

Úrslit urðu annars:

1. Salaskóli A  31,5 v.
2. Barnaskóli Vestmannaeyja 28,5 v. (161,5 stig)
3. Rimaskóla A  28,5 v. (161 stig)
4-6 Mýrarhúsaskóli A 21,5 v.
Barnaskóli Vestmannaeyja B 21,5 v.
Salaskóli B 21,5 v.
7. Rimaskóli B 19 v.
8. Salaskóli C 18,5 v.
9-10. Mýrarhúsaskóli B 18 v.
Rimaskóli C 18 v.
11. Brekkuskóli Akureyri 17,5 v.
12-13. Hvaleyrarskóli A 16,5 v.
Hamarsskóli Vestmannaeyjum 16,5 v.
14. Laugarnesskóli 16 v.
15. Barnaskóli Vestmannaeyja C 15 v.
16. Foldaskóli 14,5 v.
17. Hvaleyrarskóli B 13 v.
18. Hvaleyrarskóli C 9,5 v.
19. Engjaskóli 8,5 v.
20. Lindaskóli 6,5 v.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og átta?
Nota HTML-ham

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband